Ögmundur Jónason nær nýjum lægðum í ómerkilegheitum
9.9.2008 | 12:19
Ögmundur Jónasson verður seint sakaður um að vera heill stjórnmálamaður eða merkilegur pappír. Hann er þó iðinn við að finna nýjar lægðir í hegðun og framferði, og á hvert metið á eftir öðru í skítkasti, blammeringum, og dólgslátum.
Nýjasta útspil hans má finna á bloggsíðu hans, ogmundur.is, þar sem hann hefur eytt kvöldstund eða svo í photoshop og "peistað" andlit heilbrigðisráðherra yfir mynd einhvers annars aðila sem tekur í hönd Gaddafis, Lýbíuleiðtoga.
Ögmundur kallar eftir vitsmunalegri umræðu um mál, og spilar svo þessu út. Það segir allt sem segja þarf um það í hversu miklu jafnvægi þessi maður er.
Annað sem hann hefur gert sér mat úr er koma "sérfræðinga" í málefnum heilbrigðiskerfa sem hafa verið duglegir að tjá sig um "afleiðingar" einkarekstrar í slíkum kerfum víða um heim.
Ögmundur hefur af rausn sinni sem formaður BSRB seilst í sjóði félagsmanna þar og borgað fyrir komu þessara "sérfræðinga" sem eiga beint að aðstoða veikburða málstað VG í nöldrinu gegn nauðsynlegum umbótum á heilbrigðiskerfinu. Hvernig ætli þeim sem neyðast til að vera í BSRB en hugnast ekki málflutningur formannsins eða VG líki það að þurfa að borga fyrir áróðursmaskínum Vinstri Grænna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
bloggið hans hlýtur að hafa fengið met aðsókn eftir þessa myndbirtingu. Örugglega farið yfir 100 manns.
Viðar Freyr Guðmundsson, 15.9.2008 kl. 02:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.