Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hinir ótryggðu eiga ekki rétt á "bótum"

Að sjálfsögðu er þetta hið versta mál fyrir þá sem urðu fyrir tjóni en sem betur fer eru flestir tryggðir fyrir svona tjóni.

Nú vaknar spurningin hvað verður um þá sem eru ekki tryggðir.  Flestir eyða hluta tekna sinna í að borga iðgjöld af tryggingum einmitt til að fá bætt tjón sem þetta, en einhverjir ákveða að spara sér þennan iðgjaldakostnað - vera ótryggðir - og láta kylfu ráða kasti.

Mér finnst alltaf út í hött að heyra "kröfur" fólks sem lendir í tjóni um að fá bætur þegar það hefur ekki verið með tryggingar í lagi.  Eitt er að lenda í því að tryggingarfélögin reyni að snúa sig út úr hlutunum (og fólk þar með fórnarlamb blekkinga) en annað þegar fólk einfaldlega ákveður að vera ótryggt og svo heimta að almenningur bæti þeim tjón sem kann að vera.

Ég vona að allir þeir sem voru tryggðir fyrir tjóninu fái allt sitt veraldlega tjón bætt hjá þeim aðilum sem sáu um tryggingarnar, en líka að þeir sem höfðu engar tryggingar átti sig á því að þeir eiga enga heimtingu á að fá neitt frá neinum.

Þú tryggir ekki eftir á, og flestir fara eftir þeirri góðu reglu. 


mbl.is Mjög margar tilkynningar um tjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Algerlega tilgangslaus frétt

Og hvað?  Af hverju ætti manni ekki að vera nákvæmlega sama?

Er þetta frétt af því að þarna var þingmaður?

Best finnst mér þessi hugleiðing hans í lokin um skaðsemi áfengis.  

Jedúdda mía, mikið væri gaman ef blaðamenn myndu hafna svona "fréttaskotum" fræga fólksins um sjálft sig. 


mbl.is Flugdólgur í vél með íslenskum þingmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju fresta þessu?

Til hvers í ósköpunum þarf að láta þetta eftir stjórnarandstöðunni?  Framsókn og kommarnir hafa nákvæmlega engin gild rök til að vera á móti þessu, en flýja þess í stað í daunilla afkima útúrsnúninga og rangfærlsna.  Þeir eru svo sem á heimavelli þar, flokkarnir.

Frumvarp þetta snýst um að greina á milli þess hver veitir þjónustuna og hver veitir hana, þannig að sá sem veitir hana sé að gera það á sem besta verðinu og veiti jafnframt bestu þjónustuna.  Hingað til (lesist; undir mosagrónum og flór-út-ötuðum járnhæl Framsóknar) hefur þetta verið algerlega bannað, Framsókn gafst upp á því að skilja heilbrigðiskerfið um það leyti sem menn fóru að hætta að nota blóðtöku sem lækningaaðferð.  Og svo auðvitað af alkunnri snilld sinni var tekin ákvörðun um það að fyrst mannvitsbrekkurnar í Framsókn skildu þetta ekki, þá mætti aldrei neinn annar gera tilraun til að skilja þetta.

Framsókn er á móti þessu því þeir vita upp á sig skömmina.  Siv, Palli Pedersen, og hvað þau nú heita öll sem voru í þessu embætti voru vita vonlaus og álíka vel starfi sínu vaxin og mosagróður til að stýra olíuflutningaskipi, og nú skal komið í veg fyrir að þjóðin komist að því hversu mörgum milljarðatugum þetta Framsóknarlið sóaði í krafti eigin dugleysis.

Vinstri Grænir eru á móti, því þeir eru bara alltaf á móti.  Það er ekkert nýtt.  Jón Bjarnason vill ekki leyfa sölu á ódýru kjöti sem framleitt er þar sem aðstæður eru betri og þar sem gæði eru meiri, því útlenskt kjöt er víst bráðdrepandi.  Og hann vitnar í einhver búnaðarsambönd norður í landi máli sínu til stuðnings og talar um "andstöðu fólksins í landinu".  Ögmundur er auðvitað bara úti að aka, eins og svo oft áður, og óskar þess heitast að við færumst aftur til miðalda með tilheyrandi lénsfyrirkomulagi.

Ég spyr, hins vegar, af hverju í ósköpunum þarf að láta þessa hluti eftir hinni handónýtu og sauðvitlausu stjórnarandstöðu?  Af hverju að leyfa þessu liði sem situr í minnihluta að rífa sig og rugla í hlutunum, og bakka svo með mál sem skipta þjóðina gríðarlega miklu?

Auðvitað á bara að rúlla yfir minnihlutann ef hann er með svona stæla. 


mbl.is Rætt um sjúkratryggingar á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Sell-out" hópurinn kemur aftur saman

Sturla "sell-out" Jónsson lætur aftur á sér kræla, maðurinn sem mótmælir háu bensínverði en auglýsir svo fyrir N1, maðurinn sem hótar aðgerðum á mánudegi, en er svo bara að auglýsa tölvur og allt í plati.

Athyglissýki hrjáir þessa menn ekki síður en veruleikafirring.  Besta líkingin sem ég hef komið með á þessum lýð er að þeir haga sér eins og smákrakkar á sykurtrippi í dótabúð í desember.  Þeir fá skapofsaköst af því að þeir fá ekki það sem þeir vilja, hversu heimskulegar sem kröfur þeirra í raun eru.  Þetta eru menn, að því er virðist, sem hafa tekið rangar ákvarðanir sjálfir á tímum góðæris og sitja nú uppi með vandamál sem þeir sjálfir, eins og við öll hin, verðum að leysa.  

En nei, Sturla kennir ríkisstjórninni um og ætlast til þess að hið opinbera beili hann út úr því klúðri sem hann sjálfur er búinn að koma sér í.

Og vill svo í ofanálag fá opinbera heimild til að keyra eins og honum sýnis, dauðþreyttur, á þjóðvegum landsins og stofna lífi og limum annara ferðalanga í hættu.  Bara af því að honum finnst það.

Sturla er lýðskrumari, hann virðist ekki hafa snefil af sómakennd (ef marka má það hversu ötull hann er að auglýsa vörur og þjónustu í krafti nýfenginnar frægðar), og virðist ekki skilja hvað einstaklingsábyrgð er. 


mbl.is Fyrst og fremst táknræn athöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sakleysislegt myndband við hrútleiðinlegt lag með pirrandi hljómsveit

Gat nú verið að fólk færi að fjargviðrast út í myndband sem sýnir fólk dandalast um berrassað úti í skógi.  Ég gæti best trúað að meðal kökubasar kvenfélags úti á landi hafi meiri perra-undirtón en þetta myndband.

En lagið sjálft er eins og önnur lög sveitarinnar, hrútleiðinlegt og tilvalið til þess eins að láta mann fá dúndrandi höfuðverk.  Það er líklegast leitun að leiðinlegri hljómsveit en Sigurrós, sem sannar hið fornkveðna að ekki verður um smekk manna deilt.

Skemmtanagildi Sigurrósar er í mínum huga svipað og að fara í rótarfyllingu án deyfingar hjá blindum tannlækni með Parkisons.  En ef þeir geta laðað fólk að tónlist sinni með seventís softkor klámi, þá er það allt í lagi. 


mbl.is Myndband Sigur Rósar bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það tekur verkakonu 25 þúsund ár að skapa sömu verðmæti

Má ekki stilla því þannig upp?

Ef þú færð greitt fyrir hverja "einingu" ábyrgðar, þá held ég að verkakonan fái miklu meira greitt per einingu en forstjórinn.

Mikið rosalega er hún kjánaleg þessi öfund út í þá sem hafa háar tekjur.  Kaupþing er almenningshlutafélag og þeir sem eiga það fyrirtæki ráða sjálfir hvað þeir borga sínu starfsfólki í laun.  ASÍ kemur það ekki við, stjórnvöldum kemur það ekki við, engum öðrum en eigendum kemur það neitt við.

Ef einhver er ósáttur við laun forstjórans, þá getur sá hinn sami bara farið með sín viðskipti annað og neitað að spila með, eða selt hlutabréf sín í bankanum.

En nei, alltaf skal maður finna einhverja kverúlanta sem halda því fram að Ísland hafi einhvern tíma verið stéttlaust þjóðfélag og einu sinni, í den, hafi allir verið jafnir.  Smávegis innlit í sögu lands og þjóðar afsannar þá þjóðsögu. 

Ef forstjórinn væri með helmingi lægri laun, en verkakonan sömu laun, væri hún þá eitthvað betur sett?  Síðan um áramótin hafa einhver X hundruð milljarða "horfið" úr Kauphöllinni og auðjöfrar landsins fátækari sem því nemur, og hafa þá samkvæmt þessari skemmtilegu hundalógík vinstrimanna, færst "nær almúganum".  Er almúginn þá betur settur?  Svona fyrst "jöfnuður" hefur aukist? 

Mér er alveg sama hvað aðrir eru með í tekjur.  Fólk á að verðleggja sitt vinnuframlag eins og það sér það, og hætta að spá í hvað aðrir eru að gera.  Þú skapar ákveðin verðmæti með þinni vinnu og átt að fá greitt samkvæmt því (og það er hægt að verðleggja alla vinnu og verðmætasköpun, ef menn svo kæra sig um, hvort sem um er að ræða pípara eða kennara eða forstjóra), ekki meira og ekki minna.

Röfl og tuð og væl út í hvað næsti maður er með mikið þjónar engum tilgangi öðrum en að staðfesta að sá sem röflar og tuðar og vælir er þjakaður af minnimáttarkennd og öfund.  Enginn virðist hörgullinn á slíku fólki hjá ASÍ, ef dæma má af þessari frétt.


mbl.is Sjöfaldar ævitekjur á einu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg heimska Ungra Vinstri Grænna

Bíðum nú aðeins við.  Múgsefjunin í kringum hinn pólitíska rétttrúnað sem VG virðist ástunda líkt og trúarbrögð lítur út fyrir að vera að ná hámarki.

Það er greinilegt að arfleifð og menning okkar er skiptimynt í huga þessara ungu og ofdekruðu krakkakjána sem þrá fátt heitar en að vera hipp og kúl og að allur umheimurinn álíti Ísland Nirvana hippakynslóða samtímans.

Við erum kristin þjóð og höfum verið í þúsund ár.  Tungumál okkar er íslenska, og hefur verið um alla tíð.  Það er ekki þar með sagt að við getum ekki sýnt öðrum tungumálum og öðrum trúarbrögðum fyllstu virðingu, kynnt þau og kennt í skólum og svo framvegis.  En eftir sem áður erum við kristin þjóð, þó ekki séu allir einstaklingarnir kristnir.

En nei, ekki í huga hinna ofdekruðu ungu kommúnista.

Þeim finnst ótækt að kennd séu kristin gildi í skólum, því það er á einhvern hátt móðgun við þá sem ekki eru kristnir.  Þeim finnst eflaust líka ósanngjarnt að útlendingar sem hingað koma séu skyldaðir til að læra íslensku áður en þeir fá ríkisborgararétt.  Því þá erum við bara forpokuð og ekki kúl.

Ég fagna þessu frumvarpi, ekki vegna þess að ég sé "virkur" í kristinni trú heldur vegna þess að ég er stoltur af menningu og sögu minnar þjóðar og þó ég fagni því að hingað komi fólk annars staðar frá, þá hef ég lítinn áhuga á að menning og saga minnar þjóðar sé sett út á Guð og gaddinn, bara til að koma í veg fyrir að kannski finnist útlendingum það oggupínupons óþægilegt að taka eftir að hér hefur fólk búið í nokkuð margar aldir.

Kannski Ung Vinstri Græn ættu að líta upp úr Stalínískum kennslubókum um pólitískan rétttrúnað og íhuga að hætta að lifa í sínum rústrauða fílabeinsturni. 


mbl.is Ung VG lýsa yfir óánægju með þingmenn VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver man eftir forsíðu Þjóðlífs fyrir 19 árum?

ossuraforsiduthjodlifs


mbl.is Íslendingar eiga að gera klárt fyrir orkuskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn samir við sig

Tekur einhver mark á framsókn í dag?  Varla.

Örflokkur sem stendur bara fyrir afturhald, mykjumokstur og þröngsýni.  Framsóknarflokkurinn á heima uppi í sveit.  Guðni og Framsókn skilja ekki út á hvað 20. öldin gekk (enda föst á þeirri 19.) og þaðan af síður 21.

Flokkurinn hans Guðna ber ábyrgð á því að við búum við handónýtt landbúnaðarkerfi sem byggir á lénsskipulagi miðalda, og þannig vill Guðni hafa það áfram.  Flokkurinn hans Guðna ber ábyrgð á því að við búum við óskilvirkt og rándýrt heilbrigðiskerfi sem kostar þjóðina of fjár í gegnum óhæfa stjórnendur og skilningsleysi á rekstri.  Og þannig vill Siv hafa það.

Guðni ætti að tala minna og einbeita sér að því að vinda ofan af hugmyndafræðilegri eyðimörk síns flokks og drífa sig inn í nútímann.  En það er væntanlega til of mikils ætlast.


mbl.is Ríkisstjórn brostinna vona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flísin og bjálkinn

Merkilegt að Guðjón skuli sjá flísina í augum annara, svona í ljósi þess að hann er með heilan skóg í eigin augum.

Hans örflokkur var hernuminn af Nýju Afli, er samnefnari lægstu hvata mannskepnunnar, hugsar bara um kvóta, og er svo margklofinn að maður efast um að nægjanlega margir meðlimir séu í flokknum til að standa undir klofningsframboðunum.

En hvað um það, Guðjón Arnar hefur aldrei lagt fram neinar tillögur (nema þegar hann ruglaði saman persónuafslætti og skattleysismörkum um árið og Halldór Ásgríms tók hann í kennslustund) og virðist bara getað nöldrað um kvóta og útlendinga.

Hann er sérfræðingur í að vera ósamstíga, hann er formaður í mest klofna flokki sögunnar og virðist ekki einu sinni sjálfur ganga í takt við eitt né neitt, ekki einu sinni sjálfan sig (sveik hann ekki Sigurjón á sínum tíma, fagnaði hann ekki að Ólafur F. væri borgarstjóri í ca. 10 mínútur þangað til Jón Magnússon bannaði honum það?)

Guðjón á nákvæmlega enga innistæðu fyrir þessu rausi og gaman verður í næstu kosningum þegar við losnum við þessa óværu af þingi.


mbl.is „Ósamstíga stjórn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband