Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Spillingin hjá hinum há-heilögu Vinstri Grænum

Vinstri Grænir fara mikinn þessa dagana, oftar sem áður, og sjá spillingu hjá öðrum stjórnmálaflokkum.  Allt orkar víst tvímælis í huga hinna skinhelgu VGista.

Skoðum aðeins feril Vinstri Grænna undanfarið árið í spillingarmálum þeirra sjálfra.

Síðasta haust, þegar Svandís Svavarsdóttir var í minnihluta í borgarstjórn, fór hún í mál við Orkuveituna.  Réði sér lögfræðing og höfðaði dómsmál, þrátt fyrir að henni hefði verið bent á að hún ætti ekki möguleika á að vinna málið.  Í hennar huga var það aukaatriði, hún var svo ósátt við OR að hún bara fór í mál.  Svo komst Svandís í meirihluta og þá var allt í einu gríðarlega mikilvægt að "róa umræðuna".  Svo rúllaði dómsmálið áfram og lögfræðingur Svandísar hélt gjaldmælinum gangandi.  Loks þegar mælirinn var stöðvaður var reikningurinn alls 800þ krónur fyrir veitta þjónustu, en þá var málið látið niður falla (enda Svandís með tapað mál frá byrjun).  Og hvað gerði Svandís Svavarsdóttir?  Jú, hún sendi Orkuveitunni reikninginn og lét skattgreiðendur í borginni borga fyrir sitt eigið fjölmiðlastönt.  Gott að vita að fulltrúar Vinstri Grænna geti farið í mál við Pétur og Pál og svo bara sent okkur kjósendum reikninginn.  Svandís sá litla ástæðu til að borga sjálf fyrir kostnað sem lögfræðingur lagði út í fyrir hana sjálfa.

Nú síðust daga hefur komið í ljós að Árni Þór, kommúnisti par excellance, sá sig knúinn til að tékka sig inn á dýrindis hótel í borginni í opinberri heimsókn í Reykjavík.  Það var of mikið mál að keyra í 7 mínútur heim til sín og spara þannig skattgreiðendum peningana.  Árna finnst þetta mál allt tóm vitleysa. 

"Í samtali við fréttastofu sagði Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, að sú væri venjan að gista yfir nótt í vettvangsferðum samgöngunefndar og hann sæi ekki ástæðu til að breyta því þó ferðað væri á höfuðborgarsvæðinu. Auk þess hefði verið fundað fram á kvöld á hótelinu og aftur um morguninn.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþingis kostaði hvert herbergi tólf þúsund krónur, samanlagt 72 þúsund krónur."

Auðvitað eiga fjölmiðlar ekkert að elta ólar við svona mál, gæti Árni hugsað.  Árna finnst sjálfsagt að skattgreiðendur borgi hótelherbergi undir sig ef honum sýnist svo, það eru nefnilega ákveðin hlunnindi sem fylgja því að vera þingmaður. 

Forsetinn er, eins og allir vita, kommúnisti.  Og mikill vinur ráðamanna í VG.  Í gær var ólafur ragnar staddur á Íslandi (söng og trallaði við Arnarhól og hlaut álagsmeiðsli við að næla hrúgu af orðum á brjóstkassa íþróttamanna... á Bessastöðum... sem eru á Íslandi).  Í morgun birtist eftirfarandi tilvitnun í forsetaritara þegar hann var spurður um kostnað við ferðir ólafs og ó-íslenskumælandi konu hans til Kína: "Ferðin stendur enn yfir, lýkur ekki fyrr en í fyrstu viku næsta mánaðar, og því óljóst á þessu stigi hve kostnaðarsöm hún verður þegar öll kurl koma til grafar."

Síðast þegar ég vissi var Ísland ekki í Kína og þá segir rökfræðin mér að ef ólafur er staddur á Íslandi er hann ekki í Kína, og þar af leiðandi er það ansi langsótt að hann sé enn í heimsókn í því ágæta landi.  Ekki eru íslenskir kommúnistar mikið að gagnrýna forsetann fyrir að þiggja (væntanlega) laun og dagpeninga fyrir ferðalög í Kína meðan hann er staddur heima hjá sér. 

Hvernig væri að fjölmiðlar myndu skoða þetta mál ofan í kjölinn og kanna af hverju forsetinn er skráður í ferð til útlanda þegar hann er sannanlega staddur hérlendis.  Og hvaða greiðslur fær hann fyrir þessa plat-ferð?

En það er nú þannig í huga kommúnistanna að siðferði allra þeirra sem eru þeim ósammála sé í molum, en þeir sjálfir geti hreinlega aldrei gert neitt rangt.   Soldið svona páfa-komplex.


K J Á N A H R O L L U R !!!

Ég held að ég hafi aldrei fengið eins mikinn kjánahroll og í dag.  Jújú, landsliðið stóð sig frábærlega, þeir eiga hrós skilið... en að fara á palli um miðbæinn og láta gamla Stuðmenn tralla á sviði í miðbænum er bara tú möts.

Þetta er með eindæmum hallærislegt.  ólafur ragnar að tala um hvað hann sé frábær og þetta hafi verið frábært í beinni í Kastljósinu (kjánahrollurinn nær hámarki þegar hann ákveður að splæsa orðu á allt liðið, rétt si sona).

Þegar Vilhjálmur Einarsson veifaði fólki ofan af sviði.

Þegar dorrit opinberaði að eftir öll þessi ár sem forsetafrú okkar og íbúi landsins, þá kann hún ekki ennþá íslensku.

Þegar Laddi mætti í gervi Bjarna Fel... það einhvern veginn kórónaði kjánaskapinn.

Til hamingju, landsliðið, með árangurinn.  Frábært.  Meiriháttar.  En fyrr má nú rota en dauðrota í fagninu hjá þjóðinni. 

Mér dettur helst í hug að fyrst það var Miðborgarstofa sem skipulagði "hátíðina", hafi það verið Jakob Frímann sem kallaði í Valgeir Guðjóns og saman kokkuðu þeir upp þetta hámark hallærisleikans sem við sáum í dag.  Þetta hefði verið fyndið ef ekki hefði laumast að manni sá grunur að skipuleggjundum hafi verið fúlasta alvara.

Ég er reyndar líka algerlega mótfallinn því að veita ÖLLUM liðsmönnum fálkaorðuna, mér finnst verið að gjaldfella þá orðu gríðarlega þegar menn mega ekki slysast til að standa undir væntingum án þess að fá orðu.  Það er bara mín skoðun, mér finnst að forseti eigi ekki að drita út orðum í einhverri geðshræringu sinni (eða ó-íslenskumælandi konu sinnar).


mbl.is Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur Ólafur

Ef menn vissu ekki svarið fyrirfram, þá væri ef til vill lag að spyrja: "hvað er eiginlega að manninum?"

Við erum að sjá nýjan Ólaf í fréttum þessa dagana, mann sem opnar vart munninn án þess að a) tala um hvað Sjálfstæðisflokkurinn í borginni sé mikið samansafn mannlegra úrhraka, b) hvað hann sjálfur hafi bjargað öllum frá téðum úrhrökum, og c) að hann sé talsmaður ca 80% landsmanna.  Án þess að útskýra af hverju fáir sem engir vilja að hann komi nálægt nokkru sem tengist borgarmálum nokkru sinni framar.

Rétt upp hönd sem trúir orði af því sem þessi trúður segir?  Nei, mig grunaði það.

Og nýjasta útspil þessa hirðfífls er að ganga til liðs við Frjálslynda... aftur... eftir að hafa verið óháður, í F lista, í Íslandshreyfingu, og þar áður í Frjálslyndum.  Og þar áður í Sjálfstæðisflokki.  Og enginn getur hugsað sér að vinna með manninum, og meira að segja Frjálslyndir, sem hafa varla efni á því að hafna nokkrum sem virðir þá viðlits, taka honum ekki fagnandi.  Hvað segir það um Ólaf að þegar hann tilkynnir komu sína í flokk sem enginn kýs og enginn fílar, þá vill flokkurinn helst ekki fá slíka sendingu. 

Ólafur er óttalegt flón og með ólíkindum að hann skuli halda að hann eigi erindi í pólitík.  Vonandi hverfur hann hraðar en málefnaskrá Samfylkingar þegar valdastólar eru í boði.


mbl.is Fjöldauppsagnir ekki á döfinni hjá borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botnlaus valdhroki Ingibjargar Sólrúnar

Ingibjörg Sólrún segir að það sé engan veginn hægt að líkja saman námsleyfi sínu árið 2004 þegar hún fór burt og mætti ekki á fundi sem kjörinn fulltrúi í borgarstjórn í hálfan vetur, og það að Gísli Marteinn skuli ætla að búa í Skotlandi í heilt ár en mæta á alla fundi sem honum ber sem sem kjörinn fulltrúi.

Hún hefur hárrétt fyrir sér.  Þetta er tvennt ólíkt.  Því að Ingibjörg Sólrún fór í frí, þáði laun úr vasa borgarbúa, en vann ekki vinnuna sína því hún mætti ekki á fundi sem borgarfulltrúi.  Aftur á móti mun Gísli Marteinn mæta á alla fundi sem honum ber og vinna þannig vinnuna sína.

Þannig að samanburðurinn er hreint ekki Ingibjörgu í hag.

Hins vegar telur hún að munurinn liggi í því að það sé út í hött að maðurinn búi erlendis og vinni vinnuna sína hnökralaust.  Hvernig vogar Gísli Marteinn sér að mæta á fundi og búa erlendis?  Miklu betra að mæta bara ekki og hirða launin í hverju mánuði.

Svo sagði jú Ingibjörg að það yrði að líta til þess að hún hefði verið svo lengi borgarfulltrúi, og þá væri það sjálfsagt, sem gömul í hettunni, að fá að taka sér langt og gott frí á fullum launum.  Þó það nú væri.

Hvernig væri nú að fjölmiðlar tækju þetta mál upp aftur og skoðuðu ofan í kjölinn, fyrst þeir eru svona óskaplega uppteknir af því hvernig Gísli Marteinn ferðast í vinnuna, hvort sem það er með strætó eða flugvél.

En ég bíð svo sem ekkert eftir því að Lóa Pind, fréttaritari Samfylkingarinnar á Samfylkingarpóstinum, kafi ofan í þetta mál.  Það kemur sér nefnilega illa fyrir formanninn og utanríkisráðherra og það vilja Samfylkingarpóstsmenn ekki.


Lýst er eftir sjálfsvirðingu, afgreiðsla vísar á

F-listafulltrúi óskar eftir sjálfsvirðingu, má vera mikið notuð og þarfnast mikilla lagfæringa.  Á sjálfur enga en ætlar sér að læra.

Ólafur F. er hreint út sagt ótrúlegur.  Í fyrsta lagi má alltaf sjá í viðtölum þegar hann fer með fleipur, þá slaknar á kjálkunum og augun verða fljótandi, auk þess sem hann byrjar að tafsa.

Hann klikkaði í hins vegar á því í gær, í þessum sögusögnum sínum, að einungis hann hefur vald til að reka og ráða embættismenn borgarinnar þannig að hann er gripinn í bólinu með þessa lygi sína; Þorbjörg Helga hefði ekki getað rekið einn eða neinn.

Annars er það kostulegt að sjá Ólaf reyna að mála sjálfan sig sem einhvern Batman, ósérhlífinn bjargvætt allra sem minna mega sín, þegar allir sjá hann fyrir það sem hann í raun og veru er. 


mbl.is Ólafur F. Magnússon: Stöðvaði brottrekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marsibil í Samfylkinguna

Marsibil virðist með þessu ætla að feta í fótspor annara þræl-óháðra sem engum tengslum bindast öðrum flokkum, eins og t.d.

Dagur B. Eggertsson (óháður og hreint ekkert tengdur Samfylkingunni)

Björk Vilhelmsdóttir (óháð og hreint ekkert tengd Samfylkingunni)

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (óháð og hreint ekkert tengd Samfylkingunni á sínum tíma)

Já, þeir eru margir, óháðu borgarfulltrúarnir sem fyrir einhverja ótrúlega tilviljun enda ofan í rassvasa gömlu kratanna.  Marsibil virðist stefna þangað og gangi henni vel með það.  Hún væri hins vegar kona að meiru ef hún viðurkenndi þetta og myndi ganga hreint til verks í stað þess að laumupokast þetta eins og ofangreint fólk.


mbl.is Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarskoðanakönnun Fréttablaðsins!

Samfylkingarpósturinn... afsakið, Fréttablaðið birtir skemmtilega könnun í dag.

600 manns voru spurðir hvaða flokk það styddi.

330 manns svöruðu, 270 manns svöruðu ekki.

154 sögðust styðja Samfylkinguna

92 sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Þar munar 62 einstaklingum (af 600 manns sem fengu spurninguna)

10 manns sögðust styðja Ólaf F.  Tíu!  Það má telja stuðningsmenn Ólafs á fingrunum án þess að nota sama puttann tvisvar!

58 manns sögðust styðja Kommúnistana.... Vinstri Græna.  34 færri en styðja Sjálfstæðisflokkinn.  Og heilum 96 færri en styðja Samfylkinguna.

Það er því gaman að heyra Blaður... Dr. Dag þylja upp gömlu tugguna og nota gömlu frasana í fréttum á sjónmiðli Samfylkingarpóstins... Stöð 2 í kvöld.

600 manns sem voru spurðir hvaða flokk þeim líst best á í borginni... 154 af þeim nefndu Blaður... Dag og flokkinn hans.  Alls 25.6% þeirra sem spurðir voru.

Svo mikið var það nú.


"Don't cry for me, reykvíkingar..."

baby,crying,tantrum

 

Ætlar maðurinn ALDREI að hætta þessu væli?  Skipulegt einelti?  Gabbaður og notaður?  Það hefur enginn lagt Ólaf í einelti, hann hefur einfaldlega verið óhæfur með öllu og gagnrýndur fyrir.  Eini sem hefur vegið ómaklega að honum er hún þarna formaður ungra Samfylkingarkrakka, sem mætti með rauðu uppþvottahanskana í Ráðhúsið í vetur.  Þar með er það eiginlega upp talið. 

Það gabbaði enginn Ólaf, en hann virðist hins vegar halda að það sé eðlileg pólitík að fá að ráða öllu sjálfur og þurfa ekki að ræða við hina borgarfulltrúana í meirihlutanum.

Það þarf einhver (Jakob Frímann?) að segja þessum kjána að hætta þessu væli og fara að haga sér eins og fullorðinn maður, ekki eins og fordekraður smákrakki.


mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ríkið... það er ég"

Ólafur er álíka hæfur til að stjórna borginni og 2ja vikna gömul mjólk.  Auðvitað kveður hann með söknuði og eftirsjá, hann hefur fílað sig sem algjöran kóng og haldið að hann geti bara gert allt sem honum sýnist sem borgarstjóri án þess að tala við kóng eða prest.

Ólafur var ekki blekktur til samstarfs.  Það er með ólíkindum hvað þessi maður þarf alltaf að væla og skæla og vorkenna sjálfum sér þegar á móti blæs.  Það er alltaf allt öðrum að kenna, aldrei honum sjálfum.

Staðreyndin er sú að það var vonlaust að vinna með manninum, hann er staddur á einhverri allt annari plánetu en allir aðrir.  Það virðist ekki nógu sterk vísbending í hans huga um álit kjósenda á honum að innan við 10 manns nefndu hann á nafn í skoðanakönnun um flokkana um daginn.  Tíu!

Stundum er það þannig að fólk hugsar með sjálfu sér: "Það líkar hreinlega engum við mig" og þá er yfirleitt hægt að hughreysta viðkomandi og segja: "svona svona, það er nú bara ekki rétt, þú veist ekkert hvað "allir" hugsa".  Í tilfelli Ólafs er engum slíkum svörum til að dreifa, skoðanakönnun staðfesti að hreinlega engum líkar vel við karlinn.  Það verður ekki mikið afdráttarlausara en þetta. 


mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrokastjórnmál Samfylkingarinnar

Dagur er upptekinn af því að tala um klækjastjórnmál annara, en virðist ekki átta sig á því að reyna að bola aðþrengdum borgarstjóra út úr pólitík til þess eins að fá pólitískt fjöllyndan varamann hans inn svo hægt sé að hrifsa til sín völd verður seint kallað annað en klækjapólitík.

Þetta viðurkenndi Dagur í gær, en frábiður sér að það sé nokkuð óeðlilegt við það.  Að kippa aflóga og útbrunninni Möggu Sverris inn á völlinn í skiptum fyrir Ólaf F. til þess eins að sæta lagi til að koma Sjálfstæðisflokki út í kuldann.  

Þetta mætti kalla hrokastjórnmál.  Sem eru einkennandi fyrir "valds"stíl Dags.  Hann er uppfullur af hroka og sjálfbirgingshætti og virðist, líkt og svo margir Samfylkingartittir, vera ófær um að skilja að fólk geti verið honum ósammála.

Inni á leikvelli borgarstjórnmálanna eru 5 lið, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Framsókn, Vinstri-Grænir, og Ólafur F.  Margrét Sverris er eins og strípalingurinn sem æðir inn á völlinn í athyglissýki en enginn bauð henni að spila með (enda nýkjörinn varaformaður í allt öðrum stjórnmálaflokki).  

Leikmenn Sjálfstæðisflokks vita að þarna eru 5 lið og menn mynda með sér bandalög um málefni og hugsjónir.  Leikmaður Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson, sér bara 2 lið á vellinum.  Sjálfstæðisflokkinn sem verður fyrir alla muni að klekkja á og má alls ekki ganga í bandalag með, og svo alla hina leikmennina, og Dagur hefur skipað sjálfan sig sem fyrirliða, þjálfara, og framkvæmdarstjóra þeirra allra.  

Hrokastjórnmál Dags birtast í því að hann skiptir stjórnmálum borgarinnar í 2 hópa, Sjálfstæðismenn og alla hina.  Og allir hinir eiga að lúta stjórn Dags, að hans eigin mati, og ef menn ekki dansa eftir hans höfði þá mætir hann í fjölmiðla og talar um (í löngu og litríku leiðindamáli) hversu fáránlegt það sé að menn skuli hlaupast svona undan merkjum.  Þeir sem ekki hlýða Degi hljóta þá að vera bara Sjálfstæðismenn.

Dagur er meistari klækjastjórnmálanna, og hann er einnig konungur hrokastjórnmálanna.  Hann kemur trekk í trekk fram í fjölmiðla og talar um að minnihlutinn hugsi svona og svona, og minnihlutinn hafi hinar og þessar skoðanir.  Þegar í raun og sann eru það bara Dagur og Svandís sem hafa slíkar skoðanir og enginn annar er spurður.  Degi finnst líklegast að öllum öðrum sem tilheyra minnihlutanum eigi bara að finnast það sama og honum sjálfum í öllum málum.

Dagur mætti alveg átta sig á því að hann er oddviti eins flokks, ekki allra flokka annara en Sjálfstæðisflokks.  Og ef hann heldur að hann hafi umboð til að ráðskast með fulltrúa annara flokka bara af því að hann hefur einhverja stórskekkta ímynd um eigið mikilvægi í stjórnmálum, þá verður ferill hans ekki langur.  Sem eftir á að hyggja væri líklegast farsælast fyrir stjórnmál í borginni, því við þurfum ekki á klækjastjórnmálum Dags að halda, ekki frekar en hrokastjórnmálum hans. 


mbl.is Bitruvirkjun á kortið á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband