Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Botnlaus valdhroki Ingibjargar Sólrúnar

Ingibjörg Sólrún segir að það sé engan veginn hægt að líkja saman námsleyfi sínu árið 2004 þegar hún fór burt og mætti ekki á fundi sem kjörinn fulltrúi í borgarstjórn í hálfan vetur, og það að Gísli Marteinn skuli ætla að búa í Skotlandi í heilt ár en mæta á alla fundi sem honum ber sem sem kjörinn fulltrúi.

Hún hefur hárrétt fyrir sér.  Þetta er tvennt ólíkt.  Því að Ingibjörg Sólrún fór í frí, þáði laun úr vasa borgarbúa, en vann ekki vinnuna sína því hún mætti ekki á fundi sem borgarfulltrúi.  Aftur á móti mun Gísli Marteinn mæta á alla fundi sem honum ber og vinna þannig vinnuna sína.

Þannig að samanburðurinn er hreint ekki Ingibjörgu í hag.

Hins vegar telur hún að munurinn liggi í því að það sé út í hött að maðurinn búi erlendis og vinni vinnuna sína hnökralaust.  Hvernig vogar Gísli Marteinn sér að mæta á fundi og búa erlendis?  Miklu betra að mæta bara ekki og hirða launin í hverju mánuði.

Svo sagði jú Ingibjörg að það yrði að líta til þess að hún hefði verið svo lengi borgarfulltrúi, og þá væri það sjálfsagt, sem gömul í hettunni, að fá að taka sér langt og gott frí á fullum launum.  Þó það nú væri.

Hvernig væri nú að fjölmiðlar tækju þetta mál upp aftur og skoðuðu ofan í kjölinn, fyrst þeir eru svona óskaplega uppteknir af því hvernig Gísli Marteinn ferðast í vinnuna, hvort sem það er með strætó eða flugvél.

En ég bíð svo sem ekkert eftir því að Lóa Pind, fréttaritari Samfylkingarinnar á Samfylkingarpóstinum, kafi ofan í þetta mál.  Það kemur sér nefnilega illa fyrir formanninn og utanríkisráðherra og það vilja Samfylkingarpóstsmenn ekki.


Lýst er eftir sjálfsvirðingu, afgreiðsla vísar á

F-listafulltrúi óskar eftir sjálfsvirðingu, má vera mikið notuð og þarfnast mikilla lagfæringa.  Á sjálfur enga en ætlar sér að læra.

Ólafur F. er hreint út sagt ótrúlegur.  Í fyrsta lagi má alltaf sjá í viðtölum þegar hann fer með fleipur, þá slaknar á kjálkunum og augun verða fljótandi, auk þess sem hann byrjar að tafsa.

Hann klikkaði í hins vegar á því í gær, í þessum sögusögnum sínum, að einungis hann hefur vald til að reka og ráða embættismenn borgarinnar þannig að hann er gripinn í bólinu með þessa lygi sína; Þorbjörg Helga hefði ekki getað rekið einn eða neinn.

Annars er það kostulegt að sjá Ólaf reyna að mála sjálfan sig sem einhvern Batman, ósérhlífinn bjargvætt allra sem minna mega sín, þegar allir sjá hann fyrir það sem hann í raun og veru er. 


mbl.is Ólafur F. Magnússon: Stöðvaði brottrekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marsibil í Samfylkinguna

Marsibil virðist með þessu ætla að feta í fótspor annara þræl-óháðra sem engum tengslum bindast öðrum flokkum, eins og t.d.

Dagur B. Eggertsson (óháður og hreint ekkert tengdur Samfylkingunni)

Björk Vilhelmsdóttir (óháð og hreint ekkert tengd Samfylkingunni)

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (óháð og hreint ekkert tengd Samfylkingunni á sínum tíma)

Já, þeir eru margir, óháðu borgarfulltrúarnir sem fyrir einhverja ótrúlega tilviljun enda ofan í rassvasa gömlu kratanna.  Marsibil virðist stefna þangað og gangi henni vel með það.  Hún væri hins vegar kona að meiru ef hún viðurkenndi þetta og myndi ganga hreint til verks í stað þess að laumupokast þetta eins og ofangreint fólk.


mbl.is Marsibil segir sig úr Framsóknarflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snilldarskoðanakönnun Fréttablaðsins!

Samfylkingarpósturinn... afsakið, Fréttablaðið birtir skemmtilega könnun í dag.

600 manns voru spurðir hvaða flokk það styddi.

330 manns svöruðu, 270 manns svöruðu ekki.

154 sögðust styðja Samfylkinguna

92 sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn.

Þar munar 62 einstaklingum (af 600 manns sem fengu spurninguna)

10 manns sögðust styðja Ólaf F.  Tíu!  Það má telja stuðningsmenn Ólafs á fingrunum án þess að nota sama puttann tvisvar!

58 manns sögðust styðja Kommúnistana.... Vinstri Græna.  34 færri en styðja Sjálfstæðisflokkinn.  Og heilum 96 færri en styðja Samfylkinguna.

Það er því gaman að heyra Blaður... Dr. Dag þylja upp gömlu tugguna og nota gömlu frasana í fréttum á sjónmiðli Samfylkingarpóstins... Stöð 2 í kvöld.

600 manns sem voru spurðir hvaða flokk þeim líst best á í borginni... 154 af þeim nefndu Blaður... Dag og flokkinn hans.  Alls 25.6% þeirra sem spurðir voru.

Svo mikið var það nú.


"Don't cry for me, reykvíkingar..."

baby,crying,tantrum

 

Ætlar maðurinn ALDREI að hætta þessu væli?  Skipulegt einelti?  Gabbaður og notaður?  Það hefur enginn lagt Ólaf í einelti, hann hefur einfaldlega verið óhæfur með öllu og gagnrýndur fyrir.  Eini sem hefur vegið ómaklega að honum er hún þarna formaður ungra Samfylkingarkrakka, sem mætti með rauðu uppþvottahanskana í Ráðhúsið í vetur.  Þar með er það eiginlega upp talið. 

Það gabbaði enginn Ólaf, en hann virðist hins vegar halda að það sé eðlileg pólitík að fá að ráða öllu sjálfur og þurfa ekki að ræða við hina borgarfulltrúana í meirihlutanum.

Það þarf einhver (Jakob Frímann?) að segja þessum kjána að hætta þessu væli og fara að haga sér eins og fullorðinn maður, ekki eins og fordekraður smákrakki.


mbl.is Borgarstjóri mætir í Ráðhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ríkið... það er ég"

Ólafur er álíka hæfur til að stjórna borginni og 2ja vikna gömul mjólk.  Auðvitað kveður hann með söknuði og eftirsjá, hann hefur fílað sig sem algjöran kóng og haldið að hann geti bara gert allt sem honum sýnist sem borgarstjóri án þess að tala við kóng eða prest.

Ólafur var ekki blekktur til samstarfs.  Það er með ólíkindum hvað þessi maður þarf alltaf að væla og skæla og vorkenna sjálfum sér þegar á móti blæs.  Það er alltaf allt öðrum að kenna, aldrei honum sjálfum.

Staðreyndin er sú að það var vonlaust að vinna með manninum, hann er staddur á einhverri allt annari plánetu en allir aðrir.  Það virðist ekki nógu sterk vísbending í hans huga um álit kjósenda á honum að innan við 10 manns nefndu hann á nafn í skoðanakönnun um flokkana um daginn.  Tíu!

Stundum er það þannig að fólk hugsar með sjálfu sér: "Það líkar hreinlega engum við mig" og þá er yfirleitt hægt að hughreysta viðkomandi og segja: "svona svona, það er nú bara ekki rétt, þú veist ekkert hvað "allir" hugsa".  Í tilfelli Ólafs er engum slíkum svörum til að dreifa, skoðanakönnun staðfesti að hreinlega engum líkar vel við karlinn.  Það verður ekki mikið afdráttarlausara en þetta. 


mbl.is Ólafur: Blekktur til samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrokastjórnmál Samfylkingarinnar

Dagur er upptekinn af því að tala um klækjastjórnmál annara, en virðist ekki átta sig á því að reyna að bola aðþrengdum borgarstjóra út úr pólitík til þess eins að fá pólitískt fjöllyndan varamann hans inn svo hægt sé að hrifsa til sín völd verður seint kallað annað en klækjapólitík.

Þetta viðurkenndi Dagur í gær, en frábiður sér að það sé nokkuð óeðlilegt við það.  Að kippa aflóga og útbrunninni Möggu Sverris inn á völlinn í skiptum fyrir Ólaf F. til þess eins að sæta lagi til að koma Sjálfstæðisflokki út í kuldann.  

Þetta mætti kalla hrokastjórnmál.  Sem eru einkennandi fyrir "valds"stíl Dags.  Hann er uppfullur af hroka og sjálfbirgingshætti og virðist, líkt og svo margir Samfylkingartittir, vera ófær um að skilja að fólk geti verið honum ósammála.

Inni á leikvelli borgarstjórnmálanna eru 5 lið, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Framsókn, Vinstri-Grænir, og Ólafur F.  Margrét Sverris er eins og strípalingurinn sem æðir inn á völlinn í athyglissýki en enginn bauð henni að spila með (enda nýkjörinn varaformaður í allt öðrum stjórnmálaflokki).  

Leikmenn Sjálfstæðisflokks vita að þarna eru 5 lið og menn mynda með sér bandalög um málefni og hugsjónir.  Leikmaður Samfylkingarinnar, Dagur B. Eggertsson, sér bara 2 lið á vellinum.  Sjálfstæðisflokkinn sem verður fyrir alla muni að klekkja á og má alls ekki ganga í bandalag með, og svo alla hina leikmennina, og Dagur hefur skipað sjálfan sig sem fyrirliða, þjálfara, og framkvæmdarstjóra þeirra allra.  

Hrokastjórnmál Dags birtast í því að hann skiptir stjórnmálum borgarinnar í 2 hópa, Sjálfstæðismenn og alla hina.  Og allir hinir eiga að lúta stjórn Dags, að hans eigin mati, og ef menn ekki dansa eftir hans höfði þá mætir hann í fjölmiðla og talar um (í löngu og litríku leiðindamáli) hversu fáránlegt það sé að menn skuli hlaupast svona undan merkjum.  Þeir sem ekki hlýða Degi hljóta þá að vera bara Sjálfstæðismenn.

Dagur er meistari klækjastjórnmálanna, og hann er einnig konungur hrokastjórnmálanna.  Hann kemur trekk í trekk fram í fjölmiðla og talar um að minnihlutinn hugsi svona og svona, og minnihlutinn hafi hinar og þessar skoðanir.  Þegar í raun og sann eru það bara Dagur og Svandís sem hafa slíkar skoðanir og enginn annar er spurður.  Degi finnst líklegast að öllum öðrum sem tilheyra minnihlutanum eigi bara að finnast það sama og honum sjálfum í öllum málum.

Dagur mætti alveg átta sig á því að hann er oddviti eins flokks, ekki allra flokka annara en Sjálfstæðisflokks.  Og ef hann heldur að hann hafi umboð til að ráðskast með fulltrúa annara flokka bara af því að hann hefur einhverja stórskekkta ímynd um eigið mikilvægi í stjórnmálum, þá verður ferill hans ekki langur.  Sem eftir á að hyggja væri líklegast farsælast fyrir stjórnmál í borginni, því við þurfum ekki á klækjastjórnmálum Dags að halda, ekki frekar en hrokastjórnmálum hans. 


mbl.is Bitruvirkjun á kortið á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klækjastjórnmál Dags og Svandísar

Það verður seint talað um klækjastjórnmál þegar flokkar rjúfa samstarf vegna þess að annar þeirra er með öllu óstjórntækur eins og sannaðist með Ólaf F. og sýndar-flokk hans í borginni.  Litli læknirinn sem var í keisaraleik alla daga reyndist með öllu óhæfur og vonlaus í samvinnu.

Því var auðvitað best fyrir allt og alla að losa sig við hann og efna til nýs og sterkari meirihluta sem samanstendur af fagfólki í stjórnmálum.

Til þess mátti horfa til allra hinna flokkanna í borginni og hefði í raun verið fínt að stofna til samstarfs með Degi eða Svandísi, nema hvað þau tvö hafa trekk í trekk sýnt þann stórmerkilega pólitíska leik að útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokki og semja sig þannig frá völdum nema tilteknar aðstæður komi upp.

Klækjastjórnmál sumarsins eiga bækistöð í hnípnum höfuðstöðvum Samfylkingarinnar, þar sem Dagur og Svandís hittust í gær og ákváðu að það samrýmdist heiðarlegum og opinskáum stjórnmálum að senda einn kommann af þingi til að tala við Ólaf borgarstjóra og bjóða honum að hætta í stjórnmálum, koma þar með varamanni sínum að (sem hann hefur ekki talað við í heilt ár), svo hún geti kúvent stefnu sýndar-flokks Ólafs og hlaupið í flóabæli BDSM listans og þannig náð að klekkja hressilega á Sjálfstæðisflokknum.

Degi finnst það ekki vera klækjastjórnmál.  Nú verður fróðlegt að sjá hverju hann svarar þessu í dag þegar blaðamenn spyrja hann að þessu og krefjast svara.

Dagur sýndi í gær að allt hans Blaður um heilindi í stjórnmálum og hversu æðislegur hann og hans fólk er er hjóm eitt.  Það að hann útiloki samstarf með Sjálfstæðisflokki segir okkur bara að hann vill fá að ráða sjálfur og ekki deila völdum.  Það að hann skuli senda flugumann til að reyna að leggja gildru fyrir Sjálfstæðismenn segir okkur bara það að Dagur hugsar um það eitt að komast til valda sjálfur.

Svo má líka alveg impra á því af hverju Degi finnst það svona gríðarlega óeðlilegt að stjórnmálaflokkur annar en hans eigin skuli hugnast það að hafa sjálfstæðar skoðanir, en ekki elta Dag og Svandísi eins og kjölturakkar í hvern kjánalega leiðangurinn á fætur öðrum.  Dagur skilur barasta bara ekkert í því af hverju Framsókn gerir ekki allt eins og Samfylkingin býður hverju sinni.  Maður gæti hreinlega haldið að Framsókn og Samfylking væru ólíkir flokkar! 


mbl.is Borgarbúar finni fyrir festu í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örvænting og hroki vinstriflokkanna...

Þess verður ekki langt að bíða að Dagur mæti í viðtöl og greini frá því (löngu máli líkt og honum einum er lagið) hvað þetta er allt hið versta mál.

Hvað það sé lífsnauðsynlegt að fá Samfylkinguna sem fyrst til að stjórna borginni (af því að kommarnir stóðu sig svo vel í R-listanum og eru svo skeleggir í landsstjórninni, býst ég við) og hvað Framsókn hafi hlaupist undan merkjum.

Vinstrimenn, og þar fremstir í flokki Dagur og Svandís, virðast nefnilega ekki átta sig á því að minnihlutinn í borginni samanstendur af mörgum flokkum, og það er til marks um hrokann og yfirganginn í Degi að tala um (eins og hann gerði í gær) að það væri bara sjálfsagt mál að allir minnihlutaflokkarnir gangi í takt.

Staðreyndin er sú að borginni hnignaði gríðarlega undir járnhæl R-listans og BDSM listans (ekki átti nú Dagur í vandræðum með Framsókn þá, né að Framsókn stofnaði BDSM listann með Degi og hinum skoffínunum).  Valdabröltið náði hámarki með pólitísku fjöllyndi Margrétar Sverrisdóttur, ekki sá Dagur tilefni til að gagnrýna það að hún skyldi taka sæti sem fulltrúi í BDSM stjórninni þó hún væri varaformaður flokks sem ekki hefði boðið fram og hún hefði sagt sig úr þeim flokki sem hún þó tók sæti fyrir.

Nei, Samfylkingin og Vinstri Grænir eru rasandi vondir því upphlaupsgjörnu kommarnir þar hafa útilokað sig frá meirihlutasamstarfi trekk í trekk, nema það sé undir þeirra eigin forystu.  Og það telst ekki góð pólitík.  

Dagur þarf að fatta að hann er ekki konungur allra ekki-Sjálfstæðisflokkanna, heldur einungis blaðurgjarn oddviti eins flokkanna.  

Um leið og ég óska borgarbúum til hamingju með nýjan meirihluta, og að vera lausir við paríuna hann Ólaf F., þá vona ég jafnframt að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sjái sóma sinn í að halda sig heima næst þegar efnt er til prófkjörs fyrir flokkinn í borginni, enginn þeirra er verðugur þess að vera í vinnu fyrir borgarbúa.  Ekki frekar en kommarnir sem hanga enn eina ferðina í minnihluta af því að þeir geta ekki unnið með neinum. 


mbl.is Nýr meirihluti að fæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samfylkingin - skoðanalaus hjörð pöpulista

Samfylkingin verður seint sökuð um að hafa stefnu í málum.  Reyndar má segja að hún hafi enga stefnu í neinu máli, aðra en þá að taka undir það sem hverju sinni telst vinsælt í skoðanakönnunum.

Einstaka athyglissjúklingar innan þessa flokks, eins og t.d. kennarar við háskólann á Bifröst, nota tilfallandi ástand í þjóðfélaginu til að moka undir áhugamál sín um að afsala okkur fullveldinu... líklegast svo hinir sömu kennarar geti kannski sölsað undir sig feitum "opinberum" stöðum í Bákninu í Brussel og sötrað latte á kostnað almennings eins og alvöru menn.

ESB verður seint kallað stefnumál Samfylkingarinnar, því einhverra hluta vegna er umræðunni um ESB stungið rækilega ofan í skúffu fyrir kosningar, en svo rifið upp aftur þess á milli. 

Nú setti Samfylkingin fram plagg sem kallaðist Fagra Ísland í aðdraganda síðustu kosninga, merkilegt útspil því það gæti næstum verið túlkað sem stefna flokksins.  En engar áhyggjur, Samfylkingin er söm við sig, nú er þetta plagg túlkað út og suður eftir hentugleika og í raun marklaust (sem er vel, því það er og var ómerkilegur pappír).

En Vinstri Grænir hafa komið fyrir flugumanni, eða flugukonu, í ráðherraliðinu og ein er sú ráðfrú sem talar máli hinna stæku kommúnista og alræðissinna sem tilheyra VG, flokki sem þjóðin hefur sammæst um að halda frá völdum hvar sem við verður komið.  Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur ákveðið að aðhyllast frekar gerræðisleg vinnubrögð VG og hefur einsett sér að kafsigla efnahagslíf þjóðarinnar til lengri tíma litið með því að banna, svo að segja, alla nýtingu orkuauðlinda landsins.

Rétt eins og VG vill.

VG hefur sagt að betra sé að virkja hugvitið en náttúruna, eða eitthvað í þá veruna, og reiknar því með að allir landsmenn geti orðið heimsfrægir músíkantar eða þingmenn.  Þórunn hefur nú stokkið á vagninn sem boðar að fólk geti bara gert "eitthvað annað" og haft það þannig fínt.

Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að Þórunni verði gert að víkja úr ríkisstjórn þar sem hún er ófær um að framfylgja stefnu stjórnarinnar, og hún ætti þá í kjölfarið að íhuga það í hvaða flokki hún á heima, því fyrst hún hefur mótað sér stefnu í einhverju máli þá útilokar það strax að hún eigi heima í Samfylkingunni, og svo þegar hún hefur ákveðið að banna skuli nýtingu náttúrunnar þá á hún auðviðta heima með öllum hinum sauðunum sem vilja banna allt - í VG.


mbl.is Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband