Baráttumál almennings í dag, nýjar uppástungur

hljóta jú að vera fyrst og fremst það að trukkabílstjórar fái að keyra án kvaða um hvíldartíma eða annað slíkt.

Eru það ekki sjálfsögð réttindi okkar allra að við getum fengið að mæta svefndrukknum Sturlu á þjóðvegum landsins, eftir að hann er búinn að keyra í 14 tíma án hvíldar?  Það hlýtur að vera hluti af mannréttindum okkar að eiga það á hættu að hann straui yfir bílinn okkar hvenær sem er, af því að hann vill vinna svo mikið og lengi.

Það er líka í þágu alls almennings að þeir sem eyða mest vegum landsins, þ.e.a.s. þeir sem mest keyra og á stærstu og þyngstu bílunum, borgi helst ekkert í viðhald veganna.  Við almenningur hljótum að krefjast þess að fá að borga meira sjálf fyrir eyðingu á vegum sem trukkararnir sjálfir valda.  Það er ekkert annað en fasismi að krefjast þess að þeir sem eyða vegunum mest borgi mest til að viðhalda þeim og lagfæra.

Ég hef nokkrar hugmyndir fyrir trukkarana sem virðast óðum að verða uppiskroppa með djúsí baráttumál, af því að fólk vill alltaf snúa út úr fyrir þeim og sýna með rökum að þeir hafa rangt fyrir sér.

1) Bönnum örvhendu.  Örvhentir krefjast alls kyns sérréttinda sem hamla almenningi í landinu, t.d. eru mjög margir kaffibollar með hankann vinstra megin, og þar af leiðandi eru mun færri kaffibollar fyrir almenning sem er jú upp til hópa rétthentur.

2) Útrýmum vatnsbólum og virkjunum.  Við hljótum að geta verið sammála um það að fyrst það er vatn í hverjum krana á landinu og rafmagn í hverri innstungu, þá þurfum við ekki allar þessar virkjanir og þessi vatnsból.  Við höfum nóg rafmagn og vatn og því eiga Alþingismenn að fara að vinna vinnuna sína og útrýma þessum virkjunum sem eru ekkert annað en barn síns tíma. 

3) Bönnum Björn Bjarnason.  Hann er svakalega vondur og illa innrættur og hugsar ekki um neitt annað daginn út og inn en að klekkja á almenningi.  Almenningur vill vinna án þess að hvíla sig, vill lemja á löggunni þegar löggan ybbir gogg, vill ókeypis bensín og ekkert múður.  Björn stendur í vegi fyrir þessum sjálfsögðu kröfum almennings.

4) Bönnum gula litinn.  Af því bara.

 


mbl.is Sturla: Ég berst fyrir ykkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

LOL!!! Af því mér finnst þú fyndinn;-)

Gerdur (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 17:57

2 Smámynd: Lindan

Bwahaha snilld :o)

Lindan, 27.4.2008 kl. 17:57

3 identicon

Þið eruð nú meiru vitleysingarnir!  Það er nú bara ekki hægt að segja neitt annað.  Æðislega sniðugt blogg og þroskaðir einstaklingar sem hér eru búnir að tjá sig..........

Með æluna í hálsinum (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 18:30

4 identicon

Hvernig geturðu þóst hafa æluna í hálsinum þegar það er þó meiri þroski og skinsemi í þessari vitleysu en hefur komið úr talsmanni vörubílsstjóra. Hafir þú verið búin að hlusta á hann hefðirðu átta að vera löngu búin að kasta upp.

jon (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:18

5 identicon

Já ég sé að þú styður einstaklingsfrelsi og minni ríkisafskifti. Fyndið að hafa það á forsíðu og tala svo út og suður. Þú villt þá líklega setja lög á lækna því ekki villt þú lenda upp á spítala og láta læknir sem unnið hefur í 45 klst tjasla í þig. Það eru landslög um 11 klst hvíld á sólarhring er það ekki nóg.

Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 19:31

6 Smámynd: Vilma Kristín

:) Snilld

Vilma Kristín , 27.4.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband