Og af hverju ætti að biðjast afsökunar?

Þetta fólk var á sínum tíma raunveruleg ógn við öryggi landsins, og ef maður skoðar orðræðuna á þessum tíma var ansi stór hópur, hávær í hið minnsta, sem hefði á augabragði selt okkur í hendur Stalín án þess að blikna.

Bara vegna þess að nú er Sovét fallið og hugmyndafræði hinna hleruðu horfin veg allrar veraldar er ekki þar með sagt að í samhengi tímans hafi ekki verið fullkomlega réttlætanlegt að hlera þessa aðila og fylgjast með ferðum þeirra.

Svona var þetta á þessum tíma, og því verður ekki breytt.  Það er enginn að hlera þetta fólk núna, enda hafa fæstir áhuga á þeirra skoðunum í dag, en það breytir ekki því að þeir sem eru ógn við öryggi landsmanna eiga að vera undir eftirliti þeirra sem tryggja eiga öryggi okkar, hvar og hvenær sem er.

Og ógnin við okkur varð nú sjaldan meiri en þegar gömlu kommarnir reru að því öllum árum að koma okkur inn undir pilsfaldinn hjá Stalín og sáu þar fyrirheitna landið í hillingum.

 


mbl.is Engin afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það þarf nú enginn að velkjast í vafa um að hann Páll Bergþórsson var sko ógn við öryggi þessa lands.

Og má mikið vera ef hann er það ekki barasta ennþá!

En svo er nú almættinu fyrir að þakka að við höfum á öllum tímum átt góða og glögga menn eins t.d. þig til að standa fyrir okkur vaktina.

Árni Gunnarsson, 27.5.2008 kl. 12:47

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

...eins og t.d. þig....

Árni Gunnarsson, 27.5.2008 kl. 12:48

3 identicon

Heyrði að skv. núverandi lögum þurfi lögreglan ekki að fá heimild til símahleranna. Til hvers að biðjast afsökunar fyrst núverandi lög segja að þetta sé leyfilegt?

elsa (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 12:49

4 identicon

Mér þykir þessi færsla þín ekki í samræmi við þá eiginleika þína sem þú tilgreinir í rammanum efst til vinstri: "Liberal er talsmaður einstaklingsfrelsis, afnámi hafta, og lágmörkunar ríkisafskipta." Er það einstaklingsfrelsi ef ríkið má hlera heimasíma án heimildar? Er það lágmörkun ríkisafskipta? Eða er það allt í lagi, bara vegna þess að þetta var hægri stjórn sem gerði þetta?

Valdís (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 12:55

5 identicon

Ja hérna....Þú ert ekkert annað en klikkaður. Þú talar þvers og kruss í tómu rugli.  Hvað varð um ''

Liberal er talsmaður einstaklingsfrelsis, afnámi hafta, og lágmörkunar ríkisafskipta. Liberal er talsmaður skynsemi og frjálslyndis.'' 
Með því hættulegasta í heiminum eru hægri öfgamenn eins og ''Liberal,,

Pampers (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 12:59

6 Smámynd: Alfreð Símonarson

Værir þú jafn "frjálslyndur" gagnvart pólitískum hlerunum ef þú værir hleraður í þeim tilgangi  dag?

Alfreð Símonarson, 27.5.2008 kl. 13:13

7 Smámynd: Liberal

Mikið rosalega á fólk erfitt með að skilja hvað einstaklingsfrelsi gengur út á.

elsa, Valdís, og Pampers virðast halda að einstaklingsfrelsi gangi út á að gera það sem maður vill, þegar maður vill, og á þann hátt sem maður vill.

Það er ekki það sem einstaklingsfrelsi gengur út á, því frelsi einstaklinganna er m.a. frelsi til að fá að vera í friði og njóta öryggis frá fólki sem trúir nákvæmlega því sem ég tel upp að ofan.

Glæpamenn hafa undantekningalaust mjög góðar ástæður, að eigin sögn, fyrir afbrotum sínum og finnst þau vera sanngjörn.  Þjófar tala um að þeir séu bara að stela frá þeim sem eigi hvort eð er svo mikið fyrir og þar fram eftir götunum.  Og koma með sömu rökin og þið.

Ef einhver er leynt og ljóst að skipuleggja landráð, þá er það hluti af mínu frelsi að löggæslan fylgist með slíku og komi í veg fyrir slíkt.  Punktur.

Það er aldrei í lagi að misnota heimildir til hlerana eða viðlíka, en stundum gerist þess þörf.  Eða eruð þið hérna að ofan að fullyrða að aldrei undir nokkrum kringumstæðum sé það réttlætanlegt að grípa inn í til að hindra afbrot?  Landráð?  

Elsa, í dag þarf lögregla heimildir dómstóla til að hlera síma og skoða persónuleg gögn grunaðra.  Alltaf.  Án undantekninga.  Leyfðu mér að giska, sá sem sagði þér þetta er væntanlega mjög reið(ur) yfir þessum viðbrögðum Björns.  Og slær svo fram einhverju tómu rugli máli sínu til stuðnings.

Liberal, 27.5.2008 kl. 13:13

8 Smámynd: Liberal

Alfreð. 

Ef ég væri hleraður væri ég sennilega aldrei sáttur við það, hvort sem ég væri þess verðugur eða ekki.  Pólitík er ekki lengur ógn við samfélagið eins og hún var á þessum tíma (þökk sé því að þjóðin hefur ekki valið VG til að stjórna einu eða neinu í lengri tíma), og því ekki um það að ræða að hleranir á grundvelli stjórnmála séu réttlætanlegar.   Hér á landi er aðeins einn flokkur sem hefur afsal sjálfstæðis á stefnuskránni og vandamálið er ekki það að sá flokkur deili ekki þeim draumum með hverjum sem vill, og vill ekki, heyra.  Þvert á móti.

En hvað með hleranir á símum þeirra sem eru grunaðir um smygl á fíkniefnum?  Er það í lagi?  Grunaðra forsprakka ofbeldisgengja?  Er það í lagi?  Hvað með þá sem leggja á ráðin um morð?  Er það bannað?  Ef rökstuddur grunur liggur fyrir um raunverulega hættu?

Á þessum tíma voru kommúnistarnir í fullri alvöru að leggja á ráðin um að auðvelda Sovétríkjunum að ná fótfestu á Íslandi.  Hernema Ísland.  Þeir litu til landa eins og Póllands og voru vissir um að þar væri allt frábært.  Og vildu hið sama hér á landi.  

Það myndi enginn halda slíku fram í dag (nema VG) og þaðan af síður líta á það sem einhverja raunverulega hættu, en það var það á þessum tíma, og vitleysan sem fólk gerir er að heimfæra Sjálfstæðisflokkinn núna upp á aðstæður fyrir 40 árum síðan.  Það er ruglið, og það er í sjálfu sér uggvænlegt að þeir sem kvabba hæst um þessi mál skuli í raun ekki vera betur gefnir en þetta. 

Liberal, 27.5.2008 kl. 13:18

9 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Það ber vott um ólæknandi óheiðarleika að reyna að halda þessari viðurstyggilegu lygi fram, að nokkur á þessum lista hafi verið ógn við öryggi þjóðarinnar.

Hitt er annað mál að eigandi þessarar síðu og skoðanabræður hans eru alvarlegir fjandmenn frelsis og þjóðaröryggis, skoðanabræður Pinochets sem munu ekki hika við að beita kúgun, ofbeldi og pyndingum til að ná fram fyrirmyndarríkinu sem þeir keppast við að predika úr sínum helgu skræðum og vitna um á vakningarsamkomum sínum í Valhöll.

Elías Halldór Ágústsson, 27.5.2008 kl. 13:59

10 identicon

Var það Lögbrot á þessum tíma að aðhyllast kommunisma. Er það ekki réttur einstaklingsins án ríkisafskipta að hafa trúfrelsi í pólitík eða trúmálum. Það varðar engum um það hvaða skoðanir menn hafa útí bæ.

Björn Bjarna er óhæfur, ótrúverðugur og á að seigja starfi sýnu lausu.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 14:05

11 Smámynd: Liberal

Þórður, þú ert snillingur.

Nei, það er hverjum frjálst að hafa hvaða skoðanir sem er, en þegar fólk vinnur að því leynt og ljóst að t.d. efna til uppþota eða ganga á frelsi annara með viðlíka hætti, þá er þetta ekki lengur spurning um skoðanir, heldur lögbrot.

Réttur þinn nær bara svo langt að skerða ekki rétt annara, nokkuð sem margir í dag virðast hreint ekki skilja.

Og hvað hefur Björn með þetta að gera?  Þú vilt kannski að hann axli ábyrgð á þessu máli, sem átti sér stað þegar hann var um og undir fermingu?

Elías, þú ert enn meiri snillingur.  Það yljar mér um hjartarætur að sjá slíkan afturhaldskommatittamálflutning sem þennan hjá þér, og staðfestir enn einu sinni að vinstrimönnum er ekki treystandi fyrir einu eða neinu.  Höfum kannski í huga að skoðanabræður þínir eru við völd í t.d. Búrma og Kúbu (svona ef þú vilt virkilega fara að skipta í tvö lið), og þá skora þær ríkisstjórnir væntanlega hátt hjá þér.

Nei, eftir stendur að hleranir áttu sér stað fyrir 40 árum síðan, réttlætanlegar þá, þegar þær voru gerðar, en ekki núna.  Heimskan er í fólki eins og því sem margt hér tjáir sig, og heimtar að núverandi stjórnvöld séu á einhvern hátt dregin til ábyrgðar, svona bara af því að ef þetta væri gert í dag væri þetta óverjandi. 

Ég hef komist að því eftir lestur kommentanna að margir hverjir virðast ekki vera þess umkomnir að valda því að ganga í skóm með reimum.

Liberal, 27.5.2008 kl. 15:42

12 Smámynd: Ingólfur

Það var enginn rökstuddur grunur um að viðkomandi væru að skipuleggja ólöglegt athæfi, né kom heldur að sannanir um slíkt kæmu frem með njósnunum.

Eini "glæpur" þessara einstaklinga var sú trú þeirra að hægt væri að skapa betri heim með því að setja hagsmuni samfélagsins ofar hagsmunum einstaklingsins. Við getum kannski sagt að þessi trú hafi verið svolítið barnaleg, en ætla að njósna um fólk vegna trú eða skoðana þess er aðför að mannréttindum þeirra.

Það sem er enn verra er að þarna voru stjórnmálamenn að misnota sér aðstöðu sína til þess að njósna um pólitíska andstæðinga sína, og þar með var þetta ekki bara mannréttindabrot gegn nokkrum einstaklingum, heldur aðför að lýðræðinu. 

Ingólfur, 27.5.2008 kl. 15:42

13 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Ég tel það vera fyrir neðan virðingu mína að ræða við svona fávísa bullara eins og "Liberal". Ef hann vill búa í hinni kapítalísku paradís, þá ætti hann að flytja til Rússlands eða Kína.

Að spyrða hið kapítalíska hagkerfi á einhvern hátt saman við frelsi eða lýðræði er lygi af verstu sort. Hið kapítalíska hagkerfi þrífst nefnilega best í alræðisþjóðfélögum og það vita menn á borð við Bush og Björn Bjarna og róa því nú öllum árum að breyta sínum þjóðfélögum í hátæknivædd lögregluríki þar sem framkvæmdavaldið ber óhindrað niður sérhverja mótstöðu.

Elías Halldór Ágústsson, 27.5.2008 kl. 16:02

14 Smámynd: Liberal

Fyrirgefðu, Elías, að ég skuli eyða tíma þínum og heilasellum á þennan hátt.  Það er algerlega ófyrirgefanlegt hjá mér að voga mér að tjá mig og vera ósammála þér með þessum hætti, því þú ert jú klár og alvitur. 

Það er líka ósanngjörn krafa okkar hinna að fara fram á að búa við öryggi og að lögreglan hafi umboð og aðstæður til að standa vörð um það.  Öll dýrin í skóginum eru jú bara vinir, og þau sem eru það ekki eru bandamenn Björns Bjarnasonar, ekki satt?  Ég vil bara segja að sama hvað aðrir um þig segja, þá ertu æðislegur og ég er að hugsa um að hætta barasta að blogga og stofna aðdáendaklúbb þér til heiðurs.  Mér finnst að þú ættir að fara í framboð og hafa vit fyrir okkur hinum.  Kannski geturðu gefið út bók.  Eða hljóðsnældu.  Svona til að deila visku þinni með okkur öllum hinum, hverra líf verður betra eftir að þú hefur snortið okkur.  Hugsaðu málið.

Liberal, 27.5.2008 kl. 16:31

15 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Gott hjá þér að sjá að þér. Ég berst nefnilega ekki við lyddur, en ef þú snýrð þér við þá skal ég af örlæti mínu veita þér spark í afturendann.

Elías Halldór Ágústsson, 27.5.2008 kl. 16:57

16 identicon

Mér sýnist einmitt að þú, Liberal, ætlir aldeilis að hafa vit fyrir okkur öllum hinum. Þeir sem ekki eru helbláir í gegn, eiga það víst eitt skilið að á mannréttindum þeirra sé brotið og hleruð hjá þeim einkasamtöl. Þú fellur beint í þá gryfju að þegar þú getur ekki svarað þeim rökum sem færð eru gegn máli þínu ræðst þú á persónu þess sem gagnrýnir málflutning þinn. Þetta er klassísk rökvilla, en ekki gilt framlag í rökrænar samræður.

Eftir stendur að yfirvöld höfðu ekki rökstuddan grun til að réttlæta allar þessar hleranir. Punktur, basta.

Valdís Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:14

17 Smámynd: Liberal

Og hvar stendur að grunurinn hafi ekki verið rökstuddur?  Eða er það þín prívat skoðun?

Liberal, 28.5.2008 kl. 07:22

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Eða eins og ég sagði: Það var mikil gæfa að það var fylgst með honum Páli Bergþórssyni sem og öðrum þeim misyndismönnum sem sátu á svikráðum við okkar vestræna lýðræði.

Árni Gunnarsson, 28.5.2008 kl. 21:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband