Af hverju fresta þessu?

Til hvers í ósköpunum þarf að láta þetta eftir stjórnarandstöðunni?  Framsókn og kommarnir hafa nákvæmlega engin gild rök til að vera á móti þessu, en flýja þess í stað í daunilla afkima útúrsnúninga og rangfærlsna.  Þeir eru svo sem á heimavelli þar, flokkarnir.

Frumvarp þetta snýst um að greina á milli þess hver veitir þjónustuna og hver veitir hana, þannig að sá sem veitir hana sé að gera það á sem besta verðinu og veiti jafnframt bestu þjónustuna.  Hingað til (lesist; undir mosagrónum og flór-út-ötuðum járnhæl Framsóknar) hefur þetta verið algerlega bannað, Framsókn gafst upp á því að skilja heilbrigðiskerfið um það leyti sem menn fóru að hætta að nota blóðtöku sem lækningaaðferð.  Og svo auðvitað af alkunnri snilld sinni var tekin ákvörðun um það að fyrst mannvitsbrekkurnar í Framsókn skildu þetta ekki, þá mætti aldrei neinn annar gera tilraun til að skilja þetta.

Framsókn er á móti þessu því þeir vita upp á sig skömmina.  Siv, Palli Pedersen, og hvað þau nú heita öll sem voru í þessu embætti voru vita vonlaus og álíka vel starfi sínu vaxin og mosagróður til að stýra olíuflutningaskipi, og nú skal komið í veg fyrir að þjóðin komist að því hversu mörgum milljarðatugum þetta Framsóknarlið sóaði í krafti eigin dugleysis.

Vinstri Grænir eru á móti, því þeir eru bara alltaf á móti.  Það er ekkert nýtt.  Jón Bjarnason vill ekki leyfa sölu á ódýru kjöti sem framleitt er þar sem aðstæður eru betri og þar sem gæði eru meiri, því útlenskt kjöt er víst bráðdrepandi.  Og hann vitnar í einhver búnaðarsambönd norður í landi máli sínu til stuðnings og talar um "andstöðu fólksins í landinu".  Ögmundur er auðvitað bara úti að aka, eins og svo oft áður, og óskar þess heitast að við færumst aftur til miðalda með tilheyrandi lénsfyrirkomulagi.

Ég spyr, hins vegar, af hverju í ósköpunum þarf að láta þessa hluti eftir hinni handónýtu og sauðvitlausu stjórnarandstöðu?  Af hverju að leyfa þessu liði sem situr í minnihluta að rífa sig og rugla í hlutunum, og bakka svo með mál sem skipta þjóðina gríðarlega miklu?

Auðvitað á bara að rúlla yfir minnihlutann ef hann er með svona stæla. 


mbl.is Rætt um sjúkratryggingar á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband