Hinir ótryggðu eiga ekki rétt á "bótum"

Að sjálfsögðu er þetta hið versta mál fyrir þá sem urðu fyrir tjóni en sem betur fer eru flestir tryggðir fyrir svona tjóni.

Nú vaknar spurningin hvað verður um þá sem eru ekki tryggðir.  Flestir eyða hluta tekna sinna í að borga iðgjöld af tryggingum einmitt til að fá bætt tjón sem þetta, en einhverjir ákveða að spara sér þennan iðgjaldakostnað - vera ótryggðir - og láta kylfu ráða kasti.

Mér finnst alltaf út í hött að heyra "kröfur" fólks sem lendir í tjóni um að fá bætur þegar það hefur ekki verið með tryggingar í lagi.  Eitt er að lenda í því að tryggingarfélögin reyni að snúa sig út úr hlutunum (og fólk þar með fórnarlamb blekkinga) en annað þegar fólk einfaldlega ákveður að vera ótryggt og svo heimta að almenningur bæti þeim tjón sem kann að vera.

Ég vona að allir þeir sem voru tryggðir fyrir tjóninu fái allt sitt veraldlega tjón bætt hjá þeim aðilum sem sáu um tryggingarnar, en líka að þeir sem höfðu engar tryggingar átti sig á því að þeir eiga enga heimtingu á að fá neitt frá neinum.

Þú tryggir ekki eftir á, og flestir fara eftir þeirri góðu reglu. 


mbl.is Mjög margar tilkynningar um tjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er til svo fátækt fólk að það treystir sér ekki til að greiða reglulega iðgjald og það verður því illa úti. En það er ekki kæruleysi heldur féleysi. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.5.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Liberal

Sigurður, þannig að ef maður sleppir því að tryggja, sparar sér þannig iðgjöldin, þá á maður að geta farið fram á bætur engu að síður, bara frá skattgreiðendum, ef illa fer?

Eiga þá ekki bara allir að sleppa að tryggja og láta ríkið borga allt tjón sem við verðum fyrir?

Liberal, 30.5.2008 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband