Sameining blautra drauma VG og Samfylkingarinnar

Aldrei fór það svo að VG og Samfylkingin fengju ekki sinn hvorn drauminn uppfylltan á einu bretti.

Vinstri grænir vilja netlöggu þar sem ritskoðun, skoðanahöft, og eftirlit er í hávegum haft á netinu, og Samfylkingin vill skriffinskubákn ESB til að kæfa allt sem heitir frelsi einstaklingsins eða sjálfstæði.

ESB er tilgangslaust bákn sem þráir ekkert heitar en að staðla allt og koma röð og reglu á allar hliðar mannlífsins.  Miðstýring er nirvana á þeim bænum.  Rétt eins og ESB hefur staðlað útlit á gúrkum og skilgreint (með milljarða tilkostnaði) hvenær kálfur er kálfur og hvenær ekki, þá vilja menn í ESB landi koma böndum á óstöðluð skrif bloggara.

Og Vinstri grænir sleppa aldrei tækifærinu til að óska eftir því að frelsi verði heft og forræði mála færð til ríkisins (þar sem þeir sjálfir vilja að sjálfsögðu vera allt í öllu).

Því má reikna með að báðir kommúnistaflokkarnir á landinu fagni þessari ályktun. 


mbl.is Vilja setja hömlur á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Þú veist að Björn Bjarna er Sjálfstæðismaður, right?

Jón Ragnarsson, 26.6.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband