Vinstri Grænn fagnar komu skemmdarvarganna

Hlynur Hallsson, norðanmaður og vinstri grænn, fagnar komu skemmdarvarganna og ekó-terroristanna í Saving Iceland.  Merkilegt að sjá að fyrrum kyndilberi kommúnismans á Alþingi (og sem slíkur, fyrrum eiðsvarinn vörður laga og reglna) fagna komu erlendra glæpamanna sem hafa uppi yfirlýsingar um lögbrot.  En kemur kannski ekki á óvart, hið minnsta ekki í huga okkar sem höfum rambað inn á síðu hins norðlenska kommúnista af og til.

Nú getur fólk alveg haft sína skoðun á umhverfismálum og mér finnst gott að enn sem komið er sé ekki um það að ræða að fólk sé skyldugt til að hafa hina Eina Réttu Ríkisskoðun (sem kommarnir í Samfylkingunni og Vinstri Grænum virðast vilja koma á fót).  Það er hins vegar svo að fólk eins og Hlynur getur ekki unnt neinum að vera á öndverðum meiði, að vera ósammála, að vera fylgjandi skynsamlegri nýtingu náttúrunnar.

Því ef allt er friðað (eins og mér sýnist Hlynur kalla á) og allt bannað sem ekki er sérstaklega leyfit (sem Vinstri Grænir eru fylgjandi), þá verður aldrei neitt úr neinu á Íslandi.  Það þarf að virkja ár til að framleiða orku til að hér á landi verði einhver verðmætasköpun.  Það er mín skoðun.  Hlynur er ósammála, gott og vel.  En hann (og Saving Iceland pabbastelpurnar) kemur ekki með neinar aðrar lausnir þegar hann mótmælir.  Bara banna, hefta, hindra.  Og svo á fólk bara að redda sér.

En við skulum öll gefa Hlyni Hallssyni gott klapp fyrir að gefa skít í lög landsins og virðingu fyrir eignarréttinum, máske er hann talsmaður allra Vinstri Grænna þegar hann fagnar því að skipulögð skemmdarverk og eignaspjöll séu í farvatninu. 


mbl.is Saving Iceland með aðgerðabúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Get ekki verið meira sammála þér.  Þú hittir naglann svo sannarlega á höfuðið í skrifum þínum og það pirrar vinstraliðið óskaplega þannig að því líður illa.  Vinstrimenn þola aldrei mótrök né að þeim sé bent á að til séu aðrar skoðanir en þeirra.  Vinstrimenn telja sig nefnilega hafa einkarétt á sannleikanum.  Allir þeir sem koma með mótrök við skoðunum þeirra eru jarðaðir í málgjálfri og útúrsnúningum.  Útúrsnúningar eru aðferðir vinstrimanna ef þeir geta ekki svarað mótrökum.

Haltu áfram þínum kjarnyrtu skrifum, það ýtir við vinstraliðinu og pirrar það.

Ps. Ég skil vel að þú viljir ekki skrifa undir nafni, því annars myndu vinstrimenn ofsækja þig og þína fjölskyldu og hreinlega krossfesta þig opinberlega.  Vinstrimenn hata nefnilega svona fólk eins og þig af því að þú segir sannleikann og bendir á hversu vitlaus málflutningaru þeirra er.  Sannleikurinn er versti óvinur vinstrimanna, þess vegna telja þeir sig hafa einkarétt á honum.

Arnar J. Magnússon (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:06

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Ég nenni yfirleitt ekki að skrifa á síður þar sem aumingjar bulla og þora ekki að segja til nafns, en þar sem þessi óhróður snertir mig beint er ekki annað að gera. Hér er það sem ég skrifaði á síðuna mína:

"Félagar í Saving Iceland eru upp til hópa dugnaðarforkar, hugsjónafólk sem berst fyrir íslenska náttúru. Við eigum að bjóða þau velkomin til landsins og þakka þeim fyrir hjálpina enda ærið verk fyrir höndum að opna augu nokkurra stóriðjusinna.

Það hefur margt áunnist enda sýna allar kannanir að meirihluti íslendinga vill ekki fleiri álbræðslur. Stjórnvöld hlusta hinsvegar frekar á Frikka Sóf og Alcoa/RioTinto/Alcan gengið.

Hér er afar upplýsandi heimsíða Saving Iceland."

Svo vil ég taka fram að ég skrifa sem einstaklingur og ekki talsmaður neinna.

Einnig vil ég taka fram að ég styð friðsamleg mótmæli og borgaralega óhlýðni gagnvart stjórnvöldum sem fara offari og stórfyrirtækjum sem ekki hika við að fara á svig við lög. Ég hafna hinsvegar öllu ofbeldi.

Að öðru leiti er þessi afar slappi pistill hér að ofan fullur af bulli sem ekki er svaravert.

Með bestu kveðjum,

Hlynur Hallsson, 7.7.2008 kl. 11:15

3 identicon

Undarlegur maður þessi,,Liberal,,kynning hans á sjálfum sér finnst mér vera röng,hann er akkúrat í mínus en ekki í plús á sjálfskynninguni á sjálfum sér.Kæri  LIBERAL  við sem erum hugsandi og sjáum framfyrir tærnar á okkur erum LIBERALAR,en ekki þú. Við tökum á móti öllum þeim sem vilja vernda  og vekja athygli á þjóðargersemum okkar sem brátt fara undir leðju og vatn,en það eru þenkjandi menn einsog þú sem svoleiðis gjörnungum stýra.Í gamla daga var mér kennt að orðið Liberal þýddi:Að vera greiðsamur-liðlegur-almennilegur-greiðvikinn-réttsýnn.Heitir þú nokkuð Sigurður Kári og ert þingmaður.?

Númi (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Koma víst með flugvél.                           

  http://redlion.blog.is/users/29/redlion/img/751px-controlled_impact_demonstration_dummies.jpg

 Á fyrsta farrými. Og leita að ísbirni

 

 Fara svo og skoða kerið í Grímsnesi.

 

 Tala svo um málin á sinn trúvega hátt.

Saving Iceland, þeir hafa prest, sjá

Kv, Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 7.7.2008 kl. 11:40

5 Smámynd: Liberal

Hluti af forræðishyggju vinstrimanna er að krefjast þess að vita allt um alla, alltaf.  Það pirrar eflaust Hlyn að vita ekki hver ég er, en það er hans vandamál.

Auðvitað snertir þessi grein hann, hún er jú um hann.  Hlynur kallar það friðsemd að skemma eigur annara, og finnst eflaust það hið besta mál að beita ofbeldi ef það er í "þágu" málstaðar sem honum er þóknanlegur.  Ég er nú hins vegar þannig að mér finnst ofbeldi aldrei eiga rétt á sér, hvort sem ég er sammála þeim sem ofbeldinu beitir eða ekki.

Hlynur er mikill meistari og rosalega hugrakkur að þora að koma fram undir nafni með sínar skoðanir, sem er ennþá merkilegar ef maður skoðar hvers konar skoðanir er um að ræða :)

En gott hjá þér Hlynur minn, þú ert sanngjarn maður og skynsamur (að eigin dómi), en þú virðist samþykkja ofbeldi og skemmdarverk (kallar það borgaralega óhlýðni, sem er reyndar alrangt hjá þér), en ég hafna ofbeldi og skemmdarverkum.  Þar við situr, sama hvað þú tautar og raular. 

Liberal, 7.7.2008 kl. 12:15

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hlynur, það má vera að það sé viss vottur af hugleysi fólginn í því að skrifa ekki undir eigin nafni, en þið and-kapítalistarnir ættuð nú allra best sjálfir að kannast við að vera ofsóttir fyrir eigin skoðanir. Sumir geta einfaldlega ekki komið fram undir eigin nafni vegna starfs eða stöðu innan samfélagsins og því er ósanngjarnt að ætlast til þess að allir geti lifað sömu útópísku draumum og þú og verið listamenn á milli þess sem þeir eru á þingi. Þá færi nú lítið fyrir þjóðarhag.

Skemmdarverk á eigum annara eru ofbeldisverk líka og koma niður á þeim sem síst skyldi, semsagt, þeim t.d. austfirðingum sem eru að reyna að bjarga sér og þið að reyna að bjarga frá því að þeir bjargi sér...

...en það er ekki hægt að ætlast til þess að þið skiljið það, eftir allt eruð þið annað hvort of vitlaus til þess að skilja eða huglaus til þess að koma fram undir þeirri staðreynd að SI og VG eru ekki að berjast fyrir umhverfisvernd, heldur andkapítalisma.

Hvað voruð þið nú aftur mörg sem mættuð á reiðhjólum á flokksþingið hérna um árið? 1? Af hvað mörgum?  Yep. Hræsni og heigulskap. Ég elska lyktina af hræsni og heigulskap á sólríkum eftirmiðdegi.

Númi, það er að vissu leiti rétt hjá þér að 'Liberalism' er vinstri vængur libertarian litrófs stjórnmálanna og hinn ágæti Liberal hérna er nær því að vera Libertarian (Friendmanite, Anarcho Philosof etc) en eiginlegur nútímaliberal. Það breytir því ekki að þú sérð vart fram fyrir eigin tær í þessu máli og ert í besta falli barnalegur.

Bendi á grein mína um sama efni: Hérna. 

Kv.

JEVBM. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 7.7.2008 kl. 15:49

7 identicon

J Einar Valur Bjarnason Maack,þú ert skemmtilegur,,en segðu okkur fyrir hvað er  J  í nafninu þínu?  LIBERAL  ????...

Númi (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 00:24

8 identicon

Þessir svokölluðu umhverfissinnar, og þar með talið Hlynur Hallsson, skilja ekki hugtakið atvinnulíf nema að því leitinu að hækka eigi skatta til að búa til einskyns nýt störf hjá hinu opinbera.  Skiljningsleysi umhverfisinna eins og Hlyns kemur bersýnilega í ljós þegar hann nefnir orðið "álbræðslur".  Hér á landi er engar álbræðslur.  Ál er framleitt hér með rafgreiningu á súráli þannig að til verður málmurinn ál.  Í þessu ferli er ekkert brætt. 

Alveg er það týpískt fyrir vinstrafólk eins og Hlyn og hans líka, ef þeir geta ekki svarað mótrökum við þeirra málfluttningi tala þeir um að um sé að ræða útúrsnúninga sem ekki séu svara verðir sem einhverjir aumingjar séu að bera á borð.  Þarna lýsir rökþrot vinstrimanna sér best.  Hvernig getur Hlynur kallað annað fólk aumingja???  Hann hefur engan rétt til þess og ætti að skammast sín.  Enn og aftur lýsir þessi hrokalega afstaða hans til þeirra er ekki eru sama sinnis og hann, í því að hann og hans líkar þola ekki að heyra mótrök við málflutningi þeirra og verða því pirraðir og segja að fólk séu aumingjar með útúrsnúninga.

Skilningur vinstrimanna á hugtakinu atvinnulíf lýsir sér einnig best í hegðun þessa fólks er kallar sig "aðgerðarsinna".  Þarf þetta fólk ekkert að vinna??  Hver borgar þessu fólki fyrir að koma hingað og setja upp "aðgerðarbúðir" gegn atvinnusköpun hér í landinu??  Mér er bara spurn!

Hlynur og hans líkar skilja ekki að öll mannanna verk krefjast fórna.  Besta og áhrifaríkasta umhverfisverndin væri að leggja siðmenninguna, eins og við þekkjum hana í dag, niður, og fækka mannkyninu um svona 90% svo að maðurinn gangi ekki of mikið á gæði náttúrunnar.  Viljum við það og er þetta raunhæft??? 

Ps. Það var gaman að sjá bloggsíðuna hjá Hlyn og bloggvinum hans í sambandi við Náttúrutónleikana í lok júní sl.  Þeir hörmuðu margir hverjir það að geta ekki farið á þessa tónleika því þeir væru erlendis.  Gott ef ekki Hlynur var í Króatíu.  Hvað var þetta fólk að gera erlendis fljúgandi heimsálfa á milli í álfuglum???  Hefði þetta fólk ekki frekar átt að vera á Íslandi uppi á hálendinu og njóta þessara náttúruperla sem það er alltaf að dásama??  Ha, ?!??!??  Þarna sést tvískynningshátturinn í hinum svokölluðu umhverfissinnum einna best.

Arnar J. Magnússon (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 13:55

9 Smámynd: Snorri Bergz

Liberal: Mátt senda mér meilið þitt svo ég geti boðið þér í afmælið mitt!

(Á mannamáli: Snilld!)

Er þetta Dharma reborn eða náið skyldmenni?

Snorri Bergz, 12.7.2008 kl. 09:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband