Egill + Bubbi + Björk + Guðmundur = Sönn ást?

Varla.

Bubbi er líklega sjálfumglaðasti Íslendingurinn sem uppi hefur verið, og eru þar margir til kallaðir.  Þegar hann klifrar upp á sinn háa hest og talar niður til allra hinna er varla að maður nenni að hlusta, nema fyrir það að líklegast segir hann eitthvað yfirmáta heimskulegt og þá getur verið skemmtilegt að heyra það frá fyrstu hendi.  Móðgast í alvöru einhver þegar Bubbi þykist vera mestur og bestur?

Björk er líklega mesta umhverfissnobb landsins.  Jújú, hún má alveg halda tónleika (sem hún nota bene hélt ekki ein, heldur með álfahópnum Sigurrós) og tileinka þeim hvaða málefni sem er, en hún mætti alveg sleppa því að hrauna yfir allt og alla í viðtölum erlendis sem innanlands, og tala um hvað Íslendingar séu miklir aumingjar.  Kannski ætti hún að setja hlutina í samhengi.  Gott að berjast fyrir náttúrunni, fínt mál.  En að drulla yfir fólkið í landinu sem er henni ekki sammála er lélegt og sýnir að hún er lítið annað en menningarvitasnobb.  Hugvit og kænska dugar sumum til að lifa af, en við getum Björk, ekki öll orðið heimsfrægir tónlistarmenn eins og þú.

Guðmundur.  Come on, þú ert pabbi Bjarkar.  Björk er fullorðin og hlýtur að þola gagnrýni án þess að þú rjúkir til og rífir þig ofan í suðurenda.

Egill Helgason.  Konungur kverúlantanna.  Punkturinn aftan við i-ið í kjánahrolli samtímans.  Auðvitað þarf hann að blanda sér inn í þetta, því hann hefur svo miklar skoðanir.  Og eins og alþjóð veit þá eru í huga Egils bara til tvær skoðanir á öllum málum.  Hans eigin og svo röng skoðun.  Í alvöru, tekur einhver mark á rausinu í rauðhærða ríkisstarfsmanninum?  Egill spyr á bloggi sínu hvaða bóla verði næst til að springa?  Kannski það verði "ofmetnir sjónvarpsþáttastjórnendur sem hafa ofurtrú á eigin ágæti, óverðskuldað" bólan.  Ég vona það.

Ritdeilan um hvort Björk megi spila fyrir lækjarsprænur og hvort Bubbi hafi tapað "ógeðslega" miklu í hlutabréfaviðskiptum er dæmi um gúrkuna í fjölmiðlum í sumar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Nei, þoli ekki kverúlanta.  Eða besservissera. 

Liberal, 22.7.2008 kl. 13:05

2 identicon

Ég er alveg sammála þér um þetta lið. Bubbi er ótrúlega sjálfumglaður og sjálfhverfur og algerlega staðnaður sem tónlistarmaður og hann verður seint flokkaður sem gáfnaljós. Ég skil ekki hvað hann er að skipta sér af því í hvaða tilgangi menn eru að halda tónleika. Þessi sölumaður er enn einu sinni að reyna að slá sig til riddara með því tala til verkalýðsins um fátækt út um gluggann á Range Rovernum sínum svo hann falli betur í kramið og selji meira af sínu skrani. Björk og Sigurrós héldu tónleika til stuðnings náttúruvernd en Bubbi heldur alla sína stóru tónleika til stuðnings sjálfum sér. Mikið vildi ég að þessi iðnaðarmaður færi að þegja og reyna að fatta hvað sölutrixin hans eru ódýr.

Björgvin (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband