Steingrími J finnst það og býður Íslendingum upp á slíkt líf

Steingrímur J. er hættulegasti pólitíkus samtíðarinnar. Í Morgunblaðinu í dag leggur hann á borðið það kostaboð sem hann býður íslensku þjóðinni til framtíðar.

Steingrímur leggur til að hér verði stórelfdur iðnaður svo sem ullar- og skinnaframleiðsla (við eigum sem sagt öll að fara að rækta kindur og minka), skipaiðnað (og keppa við tæknivæddar skipasmíðastöðvar á stærð við Akureyri úti í heimi), áburðarframleiðslu og kornrækt. Svar Steingríms er því að taka upp sjálfsþurftarbúskap og ríkisstyrktan rekstur sem hefur engan grundvöll. Sem sagt, ef þú ert á annað borð háskólamenntaður viðskiptafræðingur, verkfræðingur, hagfræðingur, eða viðlíka, þá er ekki pláss fyrir þig í landi Steingríms.

Steingrímur vill beita höftum og/eða skattlagningu á flutningi fjármagns á milli landa, og bjóða frekar upp á háa vexti á Íslandi til að laða að fjárfesta. Já, það er einmitt það sem Seðlabankinn gerði svo vel, hélt vöxtum háum í von um að fá inn erlenda fjárfesta. Það gekk nú svei mér vel. Nema Steingrímur leggi til að bankarnir verði neyddir til að borga háa vexti til sparifjáreigenda en að lána út peninga á miklu lægri vöxtum.

Hann vill alls ekki að aðrir en ríkið eigi bankana, og alls alls alls ekki að útlendingar fái það. Það megi skoða það að einkavæða seinna meir en tryggja að enginn geti gert neitt með þann eignarhlut.

Allt sem heitir áliðnaður er bannað.

Og hann vill hækka skatta stórkostlega á alla þá sem þéna yfir lágmarkslaunum.

Bravó, við getum því öll pantað okkur flug úr landi ef þessi risaeðla kemst til valda. Síðasti maður úr Leifsstöð vinsamlegast slökkvi ljósin.


mbl.is Er hægt að lifa án peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dystópía

Athyglisverðar skoðanir hjá þér..

Ég veit ekki hvort þú hefur verið að fylgjast með fréttum síðustu vikurnar en landið er nánast gjaldþrota, fyrirtæki fara á hausinn í hrönnum, fólk að missa vinnur og flýja land (fólk er að panta sér flug úr land akkúrat núna)

Persónulega held ég að hættulegustu stjórnmálamennirnir í dag sé ríkisstjórnin í heild sinni.  

Dystópía, 30.11.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Liberal

Og Steingrímur býður okkur upp á 1965 upp á nýtt sem lausnina. Annað hvort ertu hluti af vandamálinu, eða þú ert hluti af lausninni. Steingrímur, að bjóða upp á tímaflakk 45 ár aftur í tímann, er ekki hluti af lausninni með þessu. Þeir sem eru, og verða. hluti af lausninni eru þeir sem rífa sig upp á rassgatinu og taka þetta á kassann. Hætta að væla og vorkenna sjálfum sér og leita að einhverju, til að hengja. Þeir sem það gera, þeir sem mæta á mótmælafundina og éta vælið upp eftir rithöfundum og blaðamönnum og henda eggju, eru ekki hluti af lausninni. Þeir eru hluti af vandanum.

Við þurfum að koma nýju fólki að, en við þurfum líka að koma í veg fyrir að hér taki við kommar og aumingjar sem vilja búa til fyrirheitna land iðjuleysingjanna og kverúlantanna. Nú þarf að gefa í og leyfa fólki að virkja eigin krafta, ríkið á ekki að gera það.

Ríkið á hins vegar að gæta þess að þvælast ekki fyrir okkur hinum.

Liberal, 30.11.2008 kl. 18:55

3 Smámynd: Dystópía

Einkavæðum gróðann og ríkisvæðum tapið - er þetta ekki frjálshyggjan að verki.

Það þarf að endurskoða kerfið í heild sinni.  Það er ekki að virka. Þýðir ekki að ríghalda í ákveðnar stjórnmálastefnur eins og trúarbrögð - sama hvort það heitir frjálshyggja, kommúnismi eða hvað sem er ...

Dystópía, 30.11.2008 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband