Hið ókræsilega birtingarform skrílslátanna

Í gær sáum við ansi nöturlega hlið á ákveðnum hópum samfélagsins.  Vörubílstjórar telja sig vera hafna yfir lög og reglur, menntaskólakrakkar telja enga ástæðu til að virða framkvæmdavaldið, og tiltekin fréttakona á Stöð 2 telur sig þess umkomna að leikstýra óeirðum til að gera fréttina sína örlítið meira krassandi.

Í gær sáum við í Kastljósinu á hvaða greindarstigi talsmaður trukkaranna er.  Hann telur það óþarfa að axla ábyrgð á eigin uppátækjum og lögbrotum, þetta sé allt ríkisstjórninni að kenna.  Í mínum huga vekur það hjá mér ugg að einstaklingur sem ekki stígur meira í vitið en þetta skuli fá að keyra um á margra tonna tryllitæki á þjóðvegum landsins.

Við sáum drukkna menntaskólakrakka (mögulega þá hina sömu og mættu í Ráðhúsið um daginn) kasta eggjum í lögregluna.  Hvernig er það, við býsnumst yfir því að "ungdómurinn" í dag skuli ekki bera virðingu fyrir eigum annara og kroti á veggi og mannvirki, en finnst svo í lagi að sömu krakkar kasti grjóti og eggjum í laganna verði. 

Viðbrögð Vinstri Grænna, gömlu Alþýðubandalagskommanna, voru að sjálfsögðu fyrirsjáanleg; fordæma framgöngu lögreglunnar og segja, án þess þó að segja það beint út, að það sé allt í lagi að brjóta lög ef málstaðurinn er rauðliðunum þóknanlegur.

Í morgun lásum við svo pósta sem dómsmálaráðherra bárust í gær, m.a. þar sem honum er óskað þess að fá banvænan og sársaukafullan sjúkdóm, og að hann ætti að skjóta sig til bana. 

Eitthvað segir mér að íslenskir rauðliðar séu innst inn hrifnir af svona framferði, enda sjá þeir í hillingum þessa penna sem möguleg atkvæði sér í vil eftir þrjú ár.

Lögreglan var að vinna sína vinnu, og hún gerði það vel.  Ef eitthvað má gagnrýna, þá er það það að hún skyldi ekki fyrir löngu hafa brugðist við af hörku, að hún skuli ekki hafa fyrir löngu síðan látið þessa trukkara skilja að lögbrot er lögbrot, og við lögbrjóta verður ekki samið.

En nei, í gær mætti Sturla í Kastljós og fór mikinn, talaði út og suður og jós úr skálum reiði sinnar.  Og í hvaða tilgangi?  Jú, hann krefst þess að hann og hans líkar fái að keyra lengur en lög og reglur kveða á um, að þeir geti fengið að keyra þreyttari en eðlilegt getur talist.  Eitthvað segir mér að þegar Sturla sofnar við stýrið eftir 14 tíma keyrslu, þá verði það fólkið í litla skutbílnum sem ber skarðan hlut frá borði, en ekki hann á sínum margra tonna trukk.

Það er von mín að trukkabílstjórar verði lögsóttir af eins mikilli hörku og unnt er, og að þeir verði látnir bera fulla ábyrgð á aðgerðum sínum.

 


mbl.is Ráðist á lögregluþjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er athyglisvert að svona lákúra eins og þú ert og augljóslega svo svakalega gáfaður að krefjast þess að menn þurfi að vera gáfumenn til að mótmæla og eða að sjá að á þeim er brotið kýst að gera þessar athugasemdir NAFNLAUST.

Skúli Þór (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Liberal

Alls ekki, vitleysingar mega alveg mótmæla rétt eins og gáfumenni, en það þarf alveg sérstaka tegund af vitleysingum til að mótmæla eins og trukkararnir gera.  Hvort sá vitleysisgangur sé áunninn eða meðfæddur er eitthvað sem ég get ekki svarað, en uppátæki þessa hóps undanfarna daga hefur gert lítið annað en að sanna fyrir þjóðinni að vitleysan er engu að síður til staðar.

Liberal, 24.4.2008 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband