Og hverju eru þeir að mótmæla?

Jú, fyrst mótmæltu trukkararnir því að bensínið væri dýrt, og þá var sýnt fram á að það væri vegna heimsmarkaðsverðsins, ekki vegna álagningar hins opinbera sem þeir í einfeldni sinni héldu.

Þegar búið var að sýna fram á að þeir voru í rugli, þá fundu þeir bara annað til býsnast yfir, í þetta sinn fannst þeim ósanngjarnt að þeir þyrftu að hvíla sig á akstri yfir daginn, þeir vilja miklu frekar fá að keyra endalaust, helst sleppa því að sofa.

Þeir eru nefnilega miklu meiri "karlmenni" en evrópskir trukkarar, sem eru víst bara kellingar sem geta bara keyrst í 10 tíma á dag, íslenskir trukkarar geta keyrt miklu lengur.

Reyndar er það smáatriði í þessu að kvaðir um hvíld trukkaranna eru ekki síst til að vernda okkur hin í umferðinni, við þessi hin sem þurfum að deila vegunum með þessum jólasveinum sem nú lemja lögregluþjóna og grýta.  Hina sömu og virðast eiga í mestu erfiðleikum með að halda málrómnum undir 80 desibelum þegar þeir tala um "sín mál".

Og núna, allt í einu, eru kröfur þeirra orðnar óljósari en fyrr, og voru þær nú ekki greinilegar áður.  Nú krefst Sturla að "þingmenn fari að vinna vinnuna sína" eins og hann orðar það, sem útleggst væntanlega sem svo að þingmenn geri eins og honum finnst.  Þegar hann talaði um tóm blöð hjá Árna Matthiesen og að það væri merki um að Árni væri ekki að vinna.... þá brosti maður, en þegar Sturla hótar enn frekari aðgerðum nema Alþingi gangi að óljósum kröfum trukkaranna, þá hverfur brosið snarlega.  Munum við þurfa að búa við það að botnfall íslenskra bílstjóra krefjist þess að Alþingi geri allt sem þeirra sjálfumglöðu hjörtu bjóða?

Vitleysingarnir sem hóta Birni Bjarnasyni öllu illu eru nákvæmlega sama tegundin og hjassinn sem réðist á lögregluþjóninn í dag, og kjánakrakkarnir sem grýttu lögguna í gær.  Undirmálsfólk í margvíslegum skilningi, andlegum að mestu leyti, og nú ríður á að stöðva þessa bjána sem virðast ekki vera í neinum öðrum leiðangri en að vekja athygli á sjálfum sér og fá útrás fyrir einhverja óskilgreinda reiði í garð þjóðfélagsins.

Lögreglan á að koma í veg fyrir upphlaup eins og þau sem við höfum séð í dag og í gær, og ef skynsamleg hegðun er ofar gáfnafari trukkaranna, þá þarf einfaldlega að berja þá til hlýðni.  Og guð hjálpi okkur öllum nú þegar við vitum hvaða persónuleiki húkir á bak við stýrið á risavöxnum flutningabílum á vegum landsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband