Talsmaðurinn kannast ekki við talsmanninn

Talaði Sturla ekki um samstöðu trukkara í gær?  Eða er sú samstaða eins og kröfugerð trukkaranna, breytanleg frá degi til dags, og gegnumsneytt án samhengis?

Var þessi sem gaggaði eins og hæna framan í lögguna ekki talsmaður þeirra um daginn?  Alla vega hefur hann komið fram í nafni trukkaranna... en Sturla barasta þekkir hann ekki neitt.  Sá þetta ekki einu sinni. 

Best var samt þegar Sturla sagði í sjónvarpinu: "Löggan ræðst bara á hann, og hann er nýkominn úr aðgerð á hné.... en ég þekki hann samt ekki neitt...."

Trukkarar hafa nákvæmlega enga samúð, þvert á móti er þjóðin búin að fá upp í kok af heimtufrekjunni og klárlega er komin fram krafa um að yfirvöld koma á röð og reglu og hleypi ekki svona vitleysingum lengra með barnalæti sín.


mbl.is Sturla: „Ekki á okkar ábyrgð"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Atvinna þeirra er nú þegar niðurgreidd af ríkinu (skattborgurum) nú þegar. Er ekki að verða hagstæðara fyrir þjóðina að hætta niðurgreiðslum til þeirra og taka aftur upp strand siglingar og niðurgreiða þær? ég meina þær munu ekki slíta vegum landsins sem þýðir minni viðhaldskostnaður.  Hvað er það annars eru kröfur bílstjóra fyrir utan að berjast gegn olíuverði frá OPEC (samtökum olíu framleiðslu ríkja) og hvíldartímalöggjöf?

Fannar frá Rifi, 24.4.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband