Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fagna hugmyndum um skattahækkanir

Þessi hugmynd er góð, innan ákveðinna marka.  Ef við höfum til dæmis ríkisstjórn sem rekur hið opinbera af ráðdeild og skynsemi, og hefur þar af leiðandi mikinn rekstrarafgang, þá á hin sama ríkisstjórn að byggja upp sjóð sem þennan, en ekki eyða afganginum í hluti eins og "Ár Kartöflunnar" eða það að hola niður Jafnréttisráðum og -fulltrúum í um allar koppagrundir.

Ef svona sjóð á að stofna með því að hækka álögur á landsmenn, þá ber að berjast gegn þessu með oddi og egg, skattar á Íslandi eru alltof háir, jaðarskattar yfirþyrmandi, og yfirbygging hins opinbera komin út í tóma vitleysu.

Ef vel á að vera ætti að lækka skatta á allar tekjur, afnema innflutningsgjöld og stórefla aðhald í útgjöldum hins opinbera.  Það má gera með því t.d. að taka upp einkarekstur í menntakerfinu og heilbrigðiskerfinu í mun meiri mæli en nú er gert, taka upp miklu öflugara eftirlit í bótakerfinu og útrýma svikurunum sem þar fá að ríða röftum, og með því að laða að erlenda fjárfestingu til landsins.

En því miður virðist sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur komið sér kyrfilega fyrir á vinstrihluta miðjunnar í íslenskum stjórnmálum, fagni tækifæri til að hækka skatta og leggja sérstakar álögur á landsmenn, og þannig koma sér undan því að sýna ábyrgð og aðhald í rekstri hins opinbera.

Það er miður.  Því þetta er í sjálfu sér ekki vitlaus hugmynd hjá Björgólfi (þó svo að hann virðist gleyma þeirri staðreynd að olíusjóður Norðmanna er þeirra lífeyrissjóður, á meðan við höfum lífeyrissjóði sem eru ígildi sparnaðar þjóðarinnar, og sem slíkir einstakir í heiminum), en útfærslan á henni í höndum vinstrisinnaðra stjórnmálamanna í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu væri ávísun á stórslys.

 


mbl.is Vilja skoða hugmynd um þjóðarsjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband