Kæmi ekki á óvart

Það kæmi ekki á óvart ef margt misjafnt liti dagsins ljós eftir langa setu vinstriflokkanna í bæjarstjórn, enda vinstriöflin þekkt af allt öðru en skynsemi í fjármálum.  Það er ábyrgðarhlutur að halda um veski hins opinbera, og í gegnum tíðina höfum við séð trekk í trekk að Alþýðubandalagsmenn og Kratar (að ógleymdum Framsóknarmönnum) eru hrifnari af því að framkvæma fyrst og hugsa svo, eða oftar en ekki; framkvæma fyrst, hrökklast svo frá völdum, láta Sjálfstæðisflokkinn leysa úr vitleysunni, og kvarta allan tímann.

Við sjáum glöggt dæmi um þetta í aðkomu Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna að Orkuveitumálinu og REI, þar sem fulltrúar þeirra flokka voru, og eru, harðir stuðningsmenn þess að taka skattfé Reykvíkinga (og Akurnesinga og Borgnesinga) og fjárfesta í áhættusömum verkefnum í svörtustu Afríku.  

Staðreyndir málsins eru einfaldar, aldrei treysta vinstrivæng stjórnmálanna fyrir opinberum fjármálum. 


mbl.is Vill taka fjármál Bolungarvíkur föstum tökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alveg öruggla margt sem þarf að skoða og taka föstum tökum í fjármálum eftir of langa setu vinstrimanna.

Óðinn Þórisson, 25.4.2008 kl. 10:17

2 identicon

Þið þekkið greinilega ekki vel afrekaferil nýs bæjarstjóra Bolungarvíkur í fyrirtækjarekstri. Nokkur gjaldþrot í þeirri sögu.

Hannes Krisþórsson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:41

3 identicon

Og var ekki fyrsta verk nýja meirihlutans að sturta 4,5 milljónum niður í klósettið með því að segja upp núverandi bæjarstjóra? Býst ekki við að nýji bæjarstjórinn ætli að vinna launalaust á meðan þeir borga þessum gamla út uppsagnarfrestinn.

Sturla (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 10:55

4 identicon

Eftir langa setu vinstri flokkanna??? Bíddu ég veit ekki betur en að Sjálfstæðismenn hafi setið við stjórnvölinn síðustu 60 ár að undanskildum þessum tveimur árum sem K og A stjórnuðu. Þegar þau komu að borðinu var fjárhagur bæjarins í molum og hafði þó ekkert gerst í Bolungarvík árum saman. Nú er farið að framkvæma hér svo að við getum brátt stolt litið á félagsheimilið okkar og sundlaugin er mjög vinsæl bæði heimamönnum og þeim sem hingað koma.

Það má segja að loksins var eitthvað gert hér - vonandi heldur uppbyggingin áfram því við þurfum ekki dauðan tíma að nýju.  

víkari (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 11:16

5 identicon

Nokkrir punktar:

Þið þekkið greinilega ekki vel afrekaferil nýs bæjarstjóra Bolungarvíkur í fyrirtækjarekstri. Nokkur gjaldþrot í þeirri sögu.

Það er satt að hnökrar hafa verið á atvinnurekstri sem hann hefur verið viðriðinn, en á það nú ekki við um þó nokkra til viðbótar? Og sumir þeirra eru nú að fá 100 milljón króna samning upp í hendurnar eftir öllu subbulegri gjaldþrotasögu en Elíasar.

Og var ekki fyrsta verk nýja meirihlutans að sturta 4,5 milljónum niður í klósettið með því að segja upp núverandi bæjarstjóra?

Nei það er rétt. Þau byrjuðu ekki á 4,5 milljóna auka útgjöldum en þau réðust hinsvegar í ákaflega umdeildar framkvæmdir upp á töluvert alvarlegri upphæðir án þess að til væri nokkurt fjármagn.

Hvað þessar yfirlýsingar um að loksins sé farið að framkvæma varðar verður að segjast eins og er að til þess að ráðast í svona hluti þarf að skoða fjárhaginn fyrst, annað er glapræði – það er engum til gróða að setja bæjarfélagið á hausinn. En það er einmitt það sem gerist með fólki sem ætlar sér heiminn og er með skýjaborgir á skýjaborgir ofan í stað þess að áætla framkvæmdir (sem eru síður en svo aðkallandi) yfir langan tíma með fýsilegri útgjaldaáætlunum.

Þetta mál er að mörgu leiti loðið en ljóst er að hlutirnir voru ekki í ásættanlegum farvegi og það vissi hver sem vita vildi að stjórnarsamstarfið gekk illa og að allt stefndi lengi í voða.

annar víkari (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 12:50

6 identicon

Anna ber fyrir sig að umsvif Soffíu hafi verið of mikil til að hún treysti henni til að starfa hlutlaust innan bæjarstjórnar. Hvaða endemis vitleysa, segi ég bara.! Held barasta að bæjarbragurinn væri hvorki fugl né fiskur ef ekki væri fyrir athafnasemi og framkvæmdargleði hennar Sossu, systkyna hennar og samherja. Svo veit ekki betur en að Elías Jónatansson og Einar bróðir hans hafi rekið síldaverksmiðjuna í Bolungarvík í mörg ár og verið með mikil umsvif í bænum. Meðan D-listinn var við völd beyttu þeir svo áhrifum sínum til að fá afskriftir af gjöldum til bæjarins, en það mál var þagað í hel. Ekki nema furða að þeir vilji ólmir komast þangað aftur til að geta makað krókinn..!

Gvendur Grímss. (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:14

7 Smámynd: Liberal

Mér finnst að fyrri störf fráfarandi bæjarstjóra hafi lítið að segja í þessu máli, og skipta í raun engu.  Hann er ráðinn inn sem framkvæmdarstjóri fyrir stjórnmálaflokkana í bænum og gerir ekkert nema í umboði þeirra.  Þó svo að Grímur sé á allt öðrum stað í stjórnmálum en ég, þá finnst mér ekki rétt að reyna að draga hans persónu inn í þetta.  Ákvarðanir sem teknar hafa verið í bænum eru ákvarðanir stjórnmálamannanna, ekki Gríms.

Liberal, 25.4.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband