Stjórn A og stjórn B

Það er stórbrotið að fylgjast með stjórnarandstöðunni á þingi, unaðslegt voga ég mér að segja.  Þvílíkt samansafn af hirðfíflum og labbakútum hefur ekki sést í lengri tíma, enda bættust snillingarnir í Framsókn við þá hjörð í fyrra.

Það vantar ekki stóru orðin hjá þessu fólki, en spurning hvort þau stóru orð nái að hylja að fullu hið gagngera þekkingarleysi á málefnum þjóðarinnar sem virðist vera gegnumsneytt hjá því.

Siv virðist einhverra hluta vegna vera alfarið á móti því að ríkið, sem seljandi og kaupandi heilbrigðisþjónustu, viti hvað hlutirnir kosti.  Það er víst eitthvað tabú í Framsókn að vita fyrir hvað maður er að borga og reyna að gera góð kaup.

Valgerður... hvað er orðið um Valgerði?

Guðni Ágústsson virðist hafa komið sér vel fyrir í einhverri annari vídd en við hin, og ryðst af og til í pontu og talar um eitrað útlenskt kjöt og kemur með sífellt lengri myndlíkingar sem virðast engum tilgangi þjóna.  Rétt upp hönd sem botnar í Guðna.... nei, ég hélt ekki.

Frjálslynt-Nýtt-Afl er auðvitað hið pólitíska viðrini, soldið eins og brunahaninn í ævintýrinu um Öskubusku (og nú kann einhver að benda á að það voru engir brunahanar í ævintýrinu um Öskubusku, og það er nákvæmlega það sem ég á við).  Fiskur og slor, og svo þess á milli er djöflast í útlendingum.  Bravó, Jón Magnússon.  Það tók þig nógu langan tíma að troða þér á þing (þú varst þolinmóðari en þjóðin sem vildi þig ekki), og nú situr þú uppi með botnfall íslenskra stjórnmála.

Steingrímur vill banna mengandi bíla, og segir það öllum sem vilja heyra (og ekki) hvar sem er á landinu og þeysist á sínum stóra mengandi jeppa í þeim tilgangi hvert á land sem er.  

Ögmundur Jónasson er svona á móti öllu, alltaf.  Og alltaf hneykslaður.  Alltaf fúll.  Ég er viss um að hann gæti efnt til mótmæla gegn sjálfum sér í annars tómu herbergi.  Líklega leiðinlegasti maður landsins.

Eitt sem ég spái í að lokum, ætli einhver geti látið Stefán Friðrik Stefánsson (sjálfsskipaðan "ofur"bloggara) fá skoðanir að láni, því hann virðist ekki eiga neinar sjálfur.  


mbl.is Tvær ríkisstjórnir við völd?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband