Nú? Allar fimm?

Frjálslynt Nýtt Afl er nú svona örflokkur, nýtur lítils sem einksis fylgis, og þegar maður deilir í þá sem elta þetta fyrirbæri með tveimur (til að fá út fjölda kvenna) þá er sennilega fjöldinn hlægilega lítill.

En hvað um það.  

Þessi lög eru hið mesta þarfaþing og í raun leiðrétting á mjög slæmri tvísköttun sem átt hefur sér stað.  Fyrirtæki greiða tekjuskatt af hagnaði sínum, og fyrirtæki sem hafa hagnað af sölu hlutabréfa borga nú skatt af hagnaði við söluna, og svo aftur skatt af hagnaði fyrirtækisins, fyrst 10% og svo 18% af því sem eftir er.

Rasistunum í Nýju afli finnst þetta eflaust sanngjarnt, en þegar betur er að gáð er það viðhorf (eins og önnur sem þessi flokkur hefur uppi) óverjandi.

Það má hins vegar alveg færa rök fyrir því að fella eigi niður fjármagnstekjuskatt alfarið, og/eða koma á flötum 15% skatti á allar tekjur, sama hvaðan þær koma.  Ég væri vel fylgjandi því.

En niðurfelling skatta er nokkuð sem ég er alfarið fylgjandi, og betra að það sé að hluta til en alls ekki.

Kvenfélagið í Frjálslyndu Nýju Afli má vel nöldra fyrir mér, en það er kannski mál að árétta að málflutningur þess hefur engan hljómgrunn nema í örþröngum hópi kvótaáhugafólks og illa gefinna trukkabílstjóra. 


mbl.is Konur í Frjálslynda flokknum senda forseta Íslands áskorun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bjöllusauður !

Sigga Dís (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:35

2 identicon

Kæri-a "Liberal"!  Þar sem þú talar niður til fólks sbr. "Nú? Allar fimm?" þá vil ég endilega biðja þig um að rifja upp fyrir sjálfum-ri þér yfirlýsingar þínar um höfundinn " Liberal".   Eitthvað hafa skoðanir þinar og áherslur breyst.  Það er jú alltaf best að vera samkvæmur sjálfum sér vilji maður að skoðanir manns og trúverðuleiki séu virt.   K.kv.

Elísabet (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:54

3 Smámynd: Liberal

Og.... þar sem ég vil minni ríkisafskipti og einstaklingsfrelsi, þá má ég ekki gagnrýna kvennaklúbb Frjálslyndra og gantast aðeins í því fyrirbæri?  Af því að þú móðgast?  Æ, fyrirgefðu.

Ég sem hélt að einstaklingsfrelsi snerist um að fá að vera ósammála öðrum.  En þú ert greinilega á öðru máli.  Þessi "ályktun" er heimskuleg, og kemur frá flokki sem er sennilega mesta aðhlátursefni íslenskra stjórnmála.  Mín skoðun. 

Liberal, 27.5.2008 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband