Þessi lögga verður vonandi án atvinnu á morgun

Algerlega óverjandi með öllu.  Enda myndi ég segja að það væri óásættanlegt ef þessum aðila yrði ekki vikið úr starfi strax.

En það gat auðvitað verið að umræða færi að snúast upp í það að lögreglan sem heild sé óhæf, og einhvern veginn vilja menn blanda inn í þessa umræðu tazer byssum.

Svo á örugglega einhver eftir að krefjast þess að Björn Bjarnason segi af sér út af þessu, því það verða jú alltaf til hálfvitar.

Eitt rotið epli í lögreglunni (og þau eru örugglega fleiri) er engin ástæða til að banna eðlilegan útbúnað lögreglunnar, sem er nú þegar vanbúin í átökum við harðsvíraða krimma.  Auðvitað á að láta lögregluna frá stuðbyssur (sem eru sennilega öruggasta varnartækið sem lögreglan getur fengið, þó svo að útúrsnúningar á rannsóknum séu ofarlega í huga VGista). 

Það verða alltaf óhæfir aðilar í lögreglunni, það eru til kennarar sem eru algerlega misheppnaðir í starfi (og sem beita nemendur ofbeldi), prestar, læknar, götusóparar.  Eigum við að láta setja upp eftirlitsmyndavélar í skólastofum bara vegna þess að einn kennari gerist sekur um ofbeldi?  Hvað með að gelda alla presta?  Bara svona til öryggis. 

Margir virðast algerlega ófærir um að hafa hlutina í samhengi og keppast um titilinn, Dramadrottning Bloggsins, og eru þar margir tilkallaðir.  En skynsemin segir okkur að þarna hafi aðili gerst sekur í starfi, á því skal tekið (það er sjálfsögð krafa), og honum vikið úr starfi sínu.  Punktur.  Framferði þessa aðila segir ekkert um mögulegt framferði allra hinna 99.5% lögreglumanna sem standa vörð um okkar öryggi.


mbl.is Lögregla fer yfir atvik í 10/11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

(sem eru sennilega öruggasta varnartækið sem lögreglan getur fengið,)

Nei. Lögreglann á ekki að fá tazer gun.

Þeir ættu að fá pepperball gun í staðinn sem er miklu öruggari.

Gunnar (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 15:59

2 Smámynd: corvus corax

Málið er bara það að svona skítseiði eins og réðst á drenginn á myndbandinu gerir engan greinarmun á harðsvíruðum krimma og krakkagreyi eins og glöggt kemur fram á myndbandinu. Í því felst hættan á að láta svona fífl hafa vopn!

corvus corax, 27.5.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Liberal

Það skiptir engu máli hvort það er til myndband eða ekki.  Ef ekkert hefði verið myndbandið þá hefði þurft að sanna þetta með öðrum hætti, þarna voru vitni (og væntanlega öryggismyndavélar í búðinni) og þá hefði þetta verið nokkuð borðleggjandi.

Hins vegar þegar fólk ásakar lögregluna (eða hvern sem er ef því er að skipta) um ofbeldi og það eru engar sannanir, þá er það eðli málsins samkvæmt að fólk (löggur og aðrir) séu saklausir uns sekt sé sönnuð.  Nema fólk vilji að það eigi bara við um suma en aðra ekki. 

Henry, þú virðist gefa þér ansi margar forsendur um það hvað Geir Jón hefði gert ef hlutirnir hefðu verið öðruvísi.  Og kemst svo að niðurstöðu.  Sniðugt.

Liberal, 27.5.2008 kl. 16:23

4 Smámynd: Skaz

Málið er að maður hefur heyrt frá fyrstu hendi vitna og þeirra sem lent hafa í meintu lögregluofbeldi um grófari atvik en þetta sem hafa farið í "skoðun" og dáið hljóðlátum dauða þar. Þarna er bókstaflega óhrekjanlegar sannanir um að atvikið hafi átt sér stað. Það er munurinn á þessu máli og öðrum málum. Lögreglan er alls ekki æst í að sakfella sjálfa sig.

Þetta atvik fær mann til þess að íhuga hvort að þessi atvik sem maður hefur heyrt um og fleiri sem maður er alls ekki of viss um séu sönn og hefðu átt að enda með áminningu eða frekari aðgerðum lögreglunnar og svo auðvitað hvort að valdbeiting lögreglunnar á Íslandi sé útbreitt vandamál. Því að það magn af því sem manni hefur verið sagt frá um aðgerðir og hörð viðbrögð lögreglunnar er mjög mjög mikið magn.

Munið að mynd segir meira en þúsund orð og ein sekúnda af myndbandi sem þessu er a.m.k 24 rammar. Hvað eru það mörg orð þá fyrir allt myndbandið. Þess vegna er þetta mál að fá meiri athygli heldur en önnur slík mál Liberal því að hér eru ekki bara þurr orð sem allir geta efast um að séu sönn og kallað orðróm eða sögusagnir þegar ekkert kemur útúr skoðun lögreglunnar. Hérna geta allir séð sjálfir hvað gerðist og hvort að þetta hafi verið "eðlileg viðbrögð".

Fólk er að blanda Tazer-byssunum inn í þetta vegna þessara viðbragða og allra hinna sögusagnanna um harðræði lögreglunnar af lítilli ástæðu. Þ.e.a.s ef að þessi lögga hefði haft Tazer hefði hann notað hana í stað handanna? Og hvort að það hefði gerst í hinum meintu tilvikunum líka?

Löggan tékkar ekkert á persónuleika né hneigð manna til ofbeldis í inntökuferli sínu í dag. Þetta leiðir til þess að menn sem mjög líklega eru ekki æskilegir komast inn í lögregluna án mikils erfiðis. Persónuleikapróf og mun meiri kennsla sem og opinberar rannsóknir á allri valdbeitingu, réttmætri sem og óréttmætri af óháðum aðilum ótengdum lögreglunni er möguleg draumalausn sem ég efast um að komist í framkvæmd. 

Skaz, 27.5.2008 kl. 16:42

5 Smámynd: Liberal

Þessi lögga hafði kylfu, en ekki notaði hún hana. 

Og ef sannanir eru "óhrekjanlegar" þá deyr málið auðvitað ekki, sumir eru reyndar afskaplega bitrir út í dómskerfið okkar, en fólk fer oft ansi frjálslega með "saklaus uns sekt er sönnuð", þegar dómstóll götunnar kveður upp sinn dóm, fordóm.

Þú segir að það sé mjög mikið magn sem þér hefur verið sagt frá... það er einmitt málið.  Þú heyrir eitthvað, og það eru ekki sannanir, það eru sögusagnir. 

Voru viðbrögð löggunnar í garð þessara kjánalegu trukkara of hörð?  Ekki finnst mér það.  En trukkurunum finnst það eflaust.  Ég held að lögreglan beiti ekkert meira harðræði en nauðsynlegt er, þó það geti eflaust verið pottur brotinn í þeim efnum einhvers staðar.  En það verða alltaf vandamálatilfelli alls staðar, það er barnalegt að halda að þau verði aldrei til staðar.

Ef löggan hefði notað tazer, hefði það verið á einhvern hátt "verra"?  Tazer er ekki skaðlegt, mun skaðminna en kylfur.  Er í lagi fyrir lögguna að beita smá ofbeldi sem á ekki rétt á sér, eða miklu ofbeldi sem á ekki rétt á sér.  Í mínum huga skiptir það engu máli, löggann virðist hafa brugðist rangt við, punktur.  Og þá er tekið á því, en það gerir ekki bloggheimur, það gerir ekki dómstóll götunnar, það gera yfirvöld.  Eins og það á að vera.

Liberal, 27.5.2008 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband