Þriðji möguleikinn er þó líklegastur

og hann er sá að umhverfissnobbarar hafa hreinlega gengið of langt og það er ekki fyrir skynsamt fólk að taka mark á yfirganginum og frekjunni í sérhagsmunasamtökum eins og Landvernd og eins-manns-samtökununum hans Árna Finnssonar.

Við þurfum vegi til að komast frá A til B, og á meðan þessir háværu umhverfis terroristar sem hafna öllu raski og öllum framkvæmdum neita að sýna því skilning, þá geta þeir varla ætlast til að fúnksjónalt þjóðfélag taki mark á þeim.

Ef Árni og aðrir fengju að ráða væri allt bannað sem mögulega gæti raskað náttúrunni.  Bannað væri að nýta hana, bannað væri að ganga á hana, bannað væri að fórna hlutum hennar fyrir meiri hagsmuni (enda engir hagsmunir æðri hagsmunum náttúrunnar í huga þeirra).  

Það er til marks um pólitískt þor að standa uppi í hárinu á þessum háværu afturhaldsöflum, þor sem ráðherrar á borð við Þórunni og aðra tækifærislundaða Samfylkingartindáta virðist upp til hópa skorta með öllu.  Nema Kristján Möller.  Ekki svo að ég sé að hrósa Kristjáni fyrir eitt né neitt annað, hann á ekkert slíkt inni. 


mbl.is Sakar samgönguráðherra um skilningsleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á hvern hátt er Landvernd með "yfirgang". Er "frekja" að gera athugasemdir?

Á hvern hátt er Landvernd sérhagsmunasamtök? Hvaða sérhagsmuni eru þau að verja??´Hvaða "terrorista" aðgerðir hafa þessi samtök eða önnur hér á landi notað, hverjir hafa orðið fyrir "terrorisma"? Veist þú hvað "Terrorismi" þýðir???

Ertu búinn að gleyma að taka inn róandi töflurnar þínar?

Eða ert þú bara rausandi gröfueigandi?

Telur þú að það sé mark takandi á svona færslum eins og þinni?

Slakaðu á og þefaðu á blómunum svo áttaðu þig svo á því að það eru fleiri leiðir til að glíma við sálarmein en að bölva og ragna út í bláinn á moggablogginu (t.d. sálfræðingar)

Jón Baldur Hlíðberg (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Liberal

Yfirgangur af því að Landvernd, í þessu máli sem svo mörgum öðrum, krefst þess að sjónarmið þess verði skilgreind sem æðust sjónarmiðin, allt annað eigi að taka mið af því hvað Landverndarmönnum finnst.

Sérhagsmunasamtök, því þau taka ekki tillit til allra hlutaðeigandi (eins og t.d. vegfarenda) og reyna ekki að tala um hagkvæmustu lausnina, heldur setja fram kröfu skilgreinda út frá eigin hugmyndum um náttúruvernd.

Sérhagsmuni hinna áköfustu náttúrufriðunarsinna, hefði ég haldið.

Saving Iceland samtökin víðfrægu eru klassískt dæmi um umhverfishryðjuverkamenn.  Árni Finnsson með sín samtök hefur trekk í trekk farið með rangt mál og komið með órökstuddar yfirlýsingar til að grafa undan "andstæðingum" sínum (skemmst er að minnast þess að hann sagði að virkja ætti allt rennandi vatn, svo að segja, á Norðurlandi ef stækkun álversins á Bakka yrði að raunveruleika).  

Þeir sem hafa orðið fyrir terrorismanum eru t.d. verktakar og byggingaraðilar, að ekki sé minnst á fyrirtæki og einstaklinga sem standa að rekstri væntanlegra mannvirkja.  

Nei.

nei.

Já.

Annars þakka ég þér fyrir góð svör og skilmerkileg, það er gaman að sjá að þeir sem styðja þétt við bakið á sértrúarsöfnuðum tengdum umhverfisfriðun skuli geta bakkað skoðanir sínar upp jafnsterkt og þú gerir.  Þeir sem voga sér að vera þér ósammála eru þá bara að stríða við sálarmein?  

Liberal, 23.7.2008 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband