Ljótt hús og vitlaus borgarstjóri... eða öfugt

Húsið er forljótt og fáránlegt að einhverjar listaspírur, atvinnuiðjuleysingjar sem lifa á spena samneyslunnar, skuli arka fram og heimta risavaxna höll á besta stað í borginni, bara af því að þeim finnst þau svo merkileg.

Húsið er ljótara en allt sem ljótt er, passar engan veginn inn í "götumyndina"... nær væri að smella þessu húsi upp í Asparfell þar sem það myndi passa svona líka vel inn í "götumyndina" þar.

En borgarstjórinn er algjör idjót.  Ég hef sjaldan séð aðra eins sneypuför og hann gerði í Kastljósið í gær, vorkenndi sjálfum sér, vældi og skældi, og gat svo engu svarað.  Talaði um sjálfan sig í þriðju persónu (sem hlýtur að vera klárt merki um mjög miklar kerfisvillur á háaloftinu).  Það er eitthvað svo óendanlega kómískt við tilhugsunina um Ólaf og Jakob Frímann saman að plotta hvað er gott PR og hvað ekki.  Knold og Tott, fyrir þá sem eftir þeim muna.

Nú finnst mér að það megi henda þessu fjandans húsi út í hafsauga eins og það lítur út, og ef skarfakálsétandi menningarvitarnir í LHÍ eru ósáttir við það geta þeir bara byggt sinn skóla annars staðar.  Afsakði, haldið okkur skattgreiðendum í gíslingu og krafist þess að við byggjum utan um þá skóla annars staðar.  Því ekki skapar þetta listapakk nein verðmæti.

Og ef við getum hent þessum handónýta borgarstjóra út með kofaskriflinu, þá væri það jafnvel enn betra. 


mbl.is Vaxandi óvissa um Listaháskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af fáfróðum skrifum þínumætla ég að þú haldir að einungis séu listaspírur í myndlist í LHÍ, sú er ekki raunin heldur er hægt að læra t.d. arkitektúr, vöruhönnun og ýmislegt annað sem þú mundir ekki búast við að sjá listaspíru í.

 hafðu það annars gott

Arnar Halldór (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband