Borgarstjóri steiktur!

Borgarstjóri mætti í viðtal hjá Helga Seljan í Kastljósinu í gærkvöldi, og sjaldan hef ég séð aðra eins frammistöðu.  Ólafur var eins og lítill krakki, var greinilega með þá skipun frá Jakobi Frímanni að "stjórna umræðunni og tala um góðu hlutina" og byrjaði því að rausa um hreinan miðbæ og grettistök.

Sem var ekki það sem verið var að ræða.

Ólafur sat þarna og var gríðarlega sár yfir að hann skyldi spurður óþægilegra spurninga, skildi hreinlega ekkert í því.  Vældi og skældi.

Best var samt þegar viðtalið var búið og Þórhallur var að kynna næsta lið, þá sá maður í bakgrunninn hvar Ólafur spratt á fætur og strunsaði út og hreytti einhverjum ónotum í Helga.

Ég spyr hreinlega:

a) er hægt að skilgreina mann sem talar stanslaust um sjálfan sig í þriðju persónu nokkuð annað en snar tjúllaðan?

b) hvað er svona labbakútur að gera í þessari stöðu, eiginlega?  Fattar minn flokkur, Sjálfstæðisflokkurinn, ekki hvers konar álfur hann Ólafur er?

c) heldur Ólafur virkilega að það fyrirfinnist einhvers staðar á gervöllu landinu aðili sem ekki hlær að honum og smábarnalátunum í honum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband