Samfylkingin - skoðanalaus hjörð pöpulista

Samfylkingin verður seint sökuð um að hafa stefnu í málum.  Reyndar má segja að hún hafi enga stefnu í neinu máli, aðra en þá að taka undir það sem hverju sinni telst vinsælt í skoðanakönnunum.

Einstaka athyglissjúklingar innan þessa flokks, eins og t.d. kennarar við háskólann á Bifröst, nota tilfallandi ástand í þjóðfélaginu til að moka undir áhugamál sín um að afsala okkur fullveldinu... líklegast svo hinir sömu kennarar geti kannski sölsað undir sig feitum "opinberum" stöðum í Bákninu í Brussel og sötrað latte á kostnað almennings eins og alvöru menn.

ESB verður seint kallað stefnumál Samfylkingarinnar, því einhverra hluta vegna er umræðunni um ESB stungið rækilega ofan í skúffu fyrir kosningar, en svo rifið upp aftur þess á milli. 

Nú setti Samfylkingin fram plagg sem kallaðist Fagra Ísland í aðdraganda síðustu kosninga, merkilegt útspil því það gæti næstum verið túlkað sem stefna flokksins.  En engar áhyggjur, Samfylkingin er söm við sig, nú er þetta plagg túlkað út og suður eftir hentugleika og í raun marklaust (sem er vel, því það er og var ómerkilegur pappír).

En Vinstri Grænir hafa komið fyrir flugumanni, eða flugukonu, í ráðherraliðinu og ein er sú ráðfrú sem talar máli hinna stæku kommúnista og alræðissinna sem tilheyra VG, flokki sem þjóðin hefur sammæst um að halda frá völdum hvar sem við verður komið.  Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur ákveðið að aðhyllast frekar gerræðisleg vinnubrögð VG og hefur einsett sér að kafsigla efnahagslíf þjóðarinnar til lengri tíma litið með því að banna, svo að segja, alla nýtingu orkuauðlinda landsins.

Rétt eins og VG vill.

VG hefur sagt að betra sé að virkja hugvitið en náttúruna, eða eitthvað í þá veruna, og reiknar því með að allir landsmenn geti orðið heimsfrægir músíkantar eða þingmenn.  Þórunn hefur nú stokkið á vagninn sem boðar að fólk geti bara gert "eitthvað annað" og haft það þannig fínt.

Það hlýtur að vera sjálfsögð krafa að Þórunni verði gert að víkja úr ríkisstjórn þar sem hún er ófær um að framfylgja stefnu stjórnarinnar, og hún ætti þá í kjölfarið að íhuga það í hvaða flokki hún á heima, því fyrst hún hefur mótað sér stefnu í einhverju máli þá útilokar það strax að hún eigi heima í Samfylkingunni, og svo þegar hún hefur ákveðið að banna skuli nýtingu náttúrunnar þá á hún auðviðta heima með öllum hinum sauðunum sem vilja banna allt - í VG.


mbl.is Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Á að vísa Þórunni úr rískisstjórn fyrir að að vera umhverfisráðherra og fylgja lögum sem Alþingi hefur sett.... þetta er meira bjánabloggið

Jón Ingi Cæsarsson, 2.8.2008 kl. 12:37

2 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

já, þetta einstaklingshyggjumarkaðspésapakk sem skilur ekki að frjáls markaður kom sem tilskipun frá Evrópusambandinu til Íslands er alltaf jafn fyndið í biturð sinni gegn ESB og Samfylkingunni. Það væri hollara fyrir þetta fólk að skoða aðeins hvernig heimurinn liggur og átta sig á að það er nokkuð sama hvaðan gott kemur; t.d. verður landbúnaðarkerfinu ekki breytt á Íslandi nema með utanafkomandi þrýstingi - og ESB er með mun lægri tolla og minni styrki en Ísland, þannig að það er mun meiri frjálshyggja að taka upp þeirra kerfi.

Best að berja samt bara hausnum í steininn með lokuð augun, og vona að frjálshyggjupésar eins og Hannes Holmsteinn, sem hefur nær aldrei þegið laun frá öðrum en ríkisstofnunum, nái að sannfæra íhaldið í Sjálfstæðisflokknum að frjálst markaður sé kannski sniðugra en aðgerðarleysisíhald og að moka undir rassinn á vinum sínum.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 2.8.2008 kl. 13:17

3 Smámynd: Liberal

Ég vil þakka tveimur heitustu klappstýrum Samfylkingarinnar fyrir innlitið, alltaf gaman að heyra hvernig flokkslínurnar eru lagðar.

Þórunn virðist vera gengin að öllu leyti utan formlegu inn í VG, Jón Ingi er væntanlega kátur með það.

Jónas á þessa snilldarhugmynd um að ganga í ESB til að laga tollaumhverfi okkar, af því að hann heldur að við getum ekki breytt því sjálf í dag.  Það verður nú seint sagt um ESB að þar ríki frelsi í einu eða neinu, hið minnsta hafa núverandi aðildarþjóðir ekki heimild til að hafa aðra skoðun á málefnum ESB en þá sem Brussel ákveður, sbr. að írum er bannað að hafna hinum handónýta "Lissabon sáttmála" í þjóðaratkvæðagreiðslu og skulu vesgú kjósa aftur og aftur þangað til "rétt" niðurstaða fæst.  Og þá skal aldrei kosið aftur.

En að fá svona skemmtileg ónot frá heittrúðustu (og blindustu) skósveinum foringjadýrkunarsveitar Samfylkingarinnar yljar mér um hjartarætur og staðfestir í raun að það gefur á bátinn í Samfylkingunni þar sem í ljós hefur komið að hann lagði í siglingu án allra skoðana eða málefna.  Og þessir litlu trúföstu já-menn að ofan hamra örvæntingarfullir á sömu gömlu tuggunni um hvað það sé nauðsynlegt að fara í ESB og hvað EES bjargaði okkur frá okkur sjálfum (og allt Jóni Baldvini að þakka).

Já, það er greinilega taugatitringur í hinni stefnulausu Samfylkingu og hjá minnstu spámönnum þeirrar hreyfingar. 

Liberal, 2.8.2008 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband