Örvænting og hroki vinstriflokkanna...

Þess verður ekki langt að bíða að Dagur mæti í viðtöl og greini frá því (löngu máli líkt og honum einum er lagið) hvað þetta er allt hið versta mál.

Hvað það sé lífsnauðsynlegt að fá Samfylkinguna sem fyrst til að stjórna borginni (af því að kommarnir stóðu sig svo vel í R-listanum og eru svo skeleggir í landsstjórninni, býst ég við) og hvað Framsókn hafi hlaupist undan merkjum.

Vinstrimenn, og þar fremstir í flokki Dagur og Svandís, virðast nefnilega ekki átta sig á því að minnihlutinn í borginni samanstendur af mörgum flokkum, og það er til marks um hrokann og yfirganginn í Degi að tala um (eins og hann gerði í gær) að það væri bara sjálfsagt mál að allir minnihlutaflokkarnir gangi í takt.

Staðreyndin er sú að borginni hnignaði gríðarlega undir járnhæl R-listans og BDSM listans (ekki átti nú Dagur í vandræðum með Framsókn þá, né að Framsókn stofnaði BDSM listann með Degi og hinum skoffínunum).  Valdabröltið náði hámarki með pólitísku fjöllyndi Margrétar Sverrisdóttur, ekki sá Dagur tilefni til að gagnrýna það að hún skyldi taka sæti sem fulltrúi í BDSM stjórninni þó hún væri varaformaður flokks sem ekki hefði boðið fram og hún hefði sagt sig úr þeim flokki sem hún þó tók sæti fyrir.

Nei, Samfylkingin og Vinstri Grænir eru rasandi vondir því upphlaupsgjörnu kommarnir þar hafa útilokað sig frá meirihlutasamstarfi trekk í trekk, nema það sé undir þeirra eigin forystu.  Og það telst ekki góð pólitík.  

Dagur þarf að fatta að hann er ekki konungur allra ekki-Sjálfstæðisflokkanna, heldur einungis blaðurgjarn oddviti eins flokkanna.  

Um leið og ég óska borgarbúum til hamingju með nýjan meirihluta, og að vera lausir við paríuna hann Ólaf F., þá vona ég jafnframt að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sjái sóma sinn í að halda sig heima næst þegar efnt er til prófkjörs fyrir flokkinn í borginni, enginn þeirra er verðugur þess að vera í vinnu fyrir borgarbúa.  Ekki frekar en kommarnir sem hanga enn eina ferðina í minnihluta af því að þeir geta ekki unnið með neinum. 


mbl.is Nýr meirihluti að fæðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú veist vel að Samfylkingin er ekki lengur vinstri flokkur - heldur svona miðju-hægriflokkur - rétt eins og sjálfstæðiflokkurinn.

Björg (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:59

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

,,Blaðurgjarn" orð sem margir telja að eigi vel við hann.

Hef sagt, að það sé öngvu líkara en hann hafi spegil fyrir framan sig, því honum þyki svo gaman að hlusta á sig  tala og líklega að horfa á sig líka.

Egosentrískur mjög.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 14.8.2008 kl. 15:00

3 identicon

Oneee, örvæntingin er öll sjálfstæðismegin. Það sér hver maður þessa dagana ;) Kv

Eiríkur (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 15:05

4 Smámynd: Liberal

Samfylkingin er hvorki fugl né fiskur, reyndar.  Þar inni eru örgustu kommar eins og Jóhanna Sig., umhverfissnobbarar dauðans eins og Þórunn Sveinbjarnar, Júrókratar eins og Ágúst Ólafur.  Samfylkingin stendur í sjálfu sér ekki fyrir nokkurn skapaðan hlut annað en útþynntar málamiðlanir og aðgerðaleysi.

Það er lítil örvænting meðal Sjálfstæðismanna, enda erum við við völd í borginni, ekki afturhaldið í BDSM listanum.  

Annars tek ég undir með Miðbæjaríhaldinu, Dagur er narsisisstíkari en allt sem narsissískt er, og virðist hafa unun af því að hlusta á eigin rödd.  Sem væri kannski bærilegra ef maðurinn hefði einhvern tíma haft eitthvað gáfulegt að segja.

Liberal, 14.8.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband