Nema hvað þetta er bara ekki rétt

Nornaveiðar eru óðum að ná hámarki, og þessi frétt ber það með sér.  Kíkjum í viðhengi fréttarinnar....

Hjá Kaupþingi voru lán til stjórnenda, tengdra aðila, og stjórnar um 34 milljarðar og svipuð fjárhæð hjá Glitni.  Þessi lán eru ekki bara lán til stjórnenda bankans, langt í frá, heldur útlán til þessara aðila og fyrirtækja í eigu þeirra.  Þar vega þyngst lán til fyrirtækja sem stjórnarmenn eiga eða eru stærstu hluthafar í.  Eiginleg lán til stjórnenda (sundurgreint í uppgjöri Glitnis) eru 9 milljarðar og eru ÖLL lán til þeirra, hvort sem um er að ræða lán vegna hlutabréfakaupa, húsnæðiskaupa, bílalán og annað.  Sama tala er ekki sundurgreind hjá Kaupþingi, heldur er slegið saman lánum til allra tengdra aðila.  Lögum samkvæmt sýna þessar tölur skuldbindingar tengdra aðila (eigenda, stjórnenda, stjórnarmanna) við bankann, í hvaða tilgangi svo sem þær eru.

En tilgangur fréttarinnar virðist vera sá að láta í það skína að einhver fámennur klúbbur stjórnenda hafi tekið sér lán upp á 80 milljarða BARA til hlutabréfakaupa.  Jújú, þeir sem eru svo heimskir að trúa því geta svo sem alveg haft það svo, en ég þori að veðja hverju sem er að enginn þeirra nornaveiðara sem mæta með heykvíslarnar á lofti hafa skoðað þessa liði í uppgjörunum.  

Ekki svo að það skipti neinu máli, pöpullinn vill blóð og leitar logandi ljósi að einhverjum til að hengja, og þá skipta staðreyndir nákvæmlega engu máli. 

Hvergi á byggðu bóli fyrirfinnast meiri smásálir en á Íslandi í dag.  Því miður.


mbl.is Lykilmenn skulduðu 80 milljarða króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það er semsagt alveg normalt að stjórnendur banka, sem höndlar með almannafé skuli lána sjálfum sér og fyrirtækjum sínum 80 milljarða? 

Er það ekki einmitt þetta "frjálsræði", sem réði því hvernig fór.

Ég veit ekki á hvaða plánetu þú býrð en en ég get upplýst þig um að eign í fyrirtækjum fæst með hlutabréfum.  Greiðslu fyrir þeim, lánuðu stjórnendur sjálfum sér og lánuðu svo fyrirtækjunum í ofanálag við það, eftir að hagsmunir þeirra lágu þar.  Ef þú sérð ekkert athugavert við þetta. Þá er þér hreinlega vorkun. Þetta er sami hluturinn. Hlutfall skulda  vegnahlutabréfalána annarsvegar og rekstrarlána til sömu fyrirtækja er ekki tekin fram hér og væri vert að það komi líka fram. Þetta er sami grautur í sömu skál kallinn minn.

Ég vona svo sannarlega að þú fáir ekki ákvarðanavald í banka á komandi árum.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.11.2008 kl. 18:20

2 Smámynd: Liberal

Hmmmm.... ok, þið eruð ágætir.  Það hefur enginn sýnt fram á að skuldir hafi verið þurrkaðar út, væri ekki gott að fá sönnun fyrir slíku áður en því er slengt fram?  Ef hlutafélög fá lán, sem gerist sem betur fer í frjálsum ríkjum, og þau verða gjaldþrota, þá eru sem betur fer ekki eigendur þeirra ábyrgir fyrir skuldunum (ef svo væri þá væruð þið, og við öll gjaldþrota, því við eigum í fyrirtækjunum í gegnum lífeyrissjóðina).  Ef stjórnendur og stjórnarmenn banka, eða annara fyrirtækja, eiga hlutabréf í hlutafélögum, þá eru þeir ekki persónulega ábyrgir.

En hvað um það, ég held að þið heyrið ekki neitt fyrir glamrinu í heykvíslunum ykkar.

Jón, svo þú skiljir betur hvað um er að ræða, ef þú átt fyrirtæki sem er í viðskiptum við Kaupþing, og það fyrirtæki skuldar Kaupþingi 50 milljónir, og hefur gert í einhver ár, og þú ákveður að kaupa þér hlut í bankanum og sest í stjórn, þá teljast þessar 50 milljónir sem lán til tengdra aðila.  Er þá rökrétt fullyrðing að segja þér að þú hafir barasta skammtað þér 50 milljónir?

Ef þú bara kynnir þér hlutina áður en þú rífur fram oddhvössu garðáhöldin, þá kannski myndir þú geta þróað með þér gagnrýna hugsun.

Þegar horft er til þess að í eigendahópi Glitnis og Kaupþing eru eigendur Exista, Samskipa, Símans, Samherja, FL og fleiri, þá er ekkert óeðlilegt við að "lán til tengdra aðila" sé há tala.  En það þarf alveg sérstaka tegund af snillingi til að ákveða, út frá því, að þar með hafi þessir eigendur bara skammtað sér peninga.  Svona sérstaklega í ljósi þess að þau lán sem eru mest undir eftirliti FME og erlendra greiningaraðila eru einmitt lán til tengdra aðila.

Eigum við ekki að anda djúpt og fá botn í málin áður en við rífum fram gálgana?  Eða er það kannski ekki eins gaman?

Liberal, 4.11.2008 kl. 18:30

3 identicon

Liberal. Þú ert sá almesti endemis fáviti sem ég veit til að hafi verið að blogga nýlega. Hefur allt sem er að gerast þessa dagana farið framhjá þér eða hvað?

Og reynir þessutan að selja okkur málflutning þinn með einhverri barnalegri aularökfræði. Greinilegt að þessi gagnrýna hugsun sem að þú auglýsir eftir leynist ekki í þínum haus.

Farðu og sleiktu rassinn á Dabba og Geir og þakkaðu þeim fyrir vel unnin störf fíflið þitt.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:00

4 identicon

Það er kannski allt í fínu hjá þér í kjallaraíbúð heima hja kolkrabbaforeldrum þínum í Garðabænum.

Það er ljóst að Liberal er ekki virkur þáttakandi í raunveruleika íslensks samfélags.

Þórður (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband