Mæltu manna heilastur, Guðni!

Við Framsóknarmenn höfum með þessari tímamótayfirlýsingu tekið afgerandi forystu í Evrópumálum á meðal íslenskra stjórnmálaflokka. Kröftug og lifandi umræða um þetta brýna hagsmunamál verður tekin fyrir í dag á fundinum, og afgreidd í dag, þar sem við munum stíga fram fyrir skjöldu sem eini alvöru Evrópuflokkur landsins. ESB aðild er brýnasta viðfangsefni landsmanna í dag og við verðum að kosta öllu til að ganga inn í ESB, þó það krefist fórna

Við Framsóknarmenn verðum seint sakaðir um að ríghalda í gömul og úrelt gildi, ólíkt öðrum stjórnmálaflokkum. Við vitum hversu mikilvægt það er að haga seglum eftir vindi hverju sinni og koma til móts við vilja þjóðarinnar eins hann birtist á hverjum tíma. Að ríghalda í gamlar kreddur er nokkuð sem við verðum að koma öðrum flokkum í skilning um að sé nokkuð sem sé engum til framdráttar.

Framsóknarflokkurinn hefur um áratugaskeið staðið fyrir grunngildi þjóðarinnar og það mun ekki breytast núna. Við höfum enn í heiðri gildi bændastéttarinnar og þjóðernisbaráttu, og munum ekki kasta þeim fyrir róða í einhverjum stundarbríaríi. Umræðan um ESB aðild hefur einkennst, öðru fremur, af upphlaupum og afneitun og það er kristaltært að það er ekki vilji til þess að rjúka inn í ESB án þess að kröfum okkar sé mætt að fullu, enda förum við ekki eins og einhverjir betlarar inn í þetta mikla og óskilvirka bákn sem dvelur í Brussel. Við getum ekki fórnað hverju sem er til að ganga inn í ESB, mín tillaga er alveg skýr, við viljum vernda fiskimiðin og landbúnaðinn, við megum ekki undir neinum kringumstæðum hleypa erlendum landbúnaðarafurðum hingað inn, betra er að vernda þennan sögulega grunnatvinnuveg þjóðarinnar. Sama gildir um fiskinn í sjónum. Við þurfum ennfremur að krefjast þess að fá mikinn stuðning úr sjóðum ESB til að styrkja bændur og sjómenn, annað væri óhæfa. Ef ekki verður hægt að tryggja þessa þætti eigum við að standa fyrir utan ESB, enda er það ekki höfuðatriði að ganga þar inn.

Við þurfum að byggja nýja Ísland upp á ræktun lands og sjósókn. Í því felst framtíð okkar og hamingja.

Það er gaman að sjá að Framsókn skuli stíga svona fram sem framsýnn og nútímalegur jafnaðarmannaflokkur með evrópskar áherslur. Á sama tíma stendur hann vörð um hin fornu gildi bændasamfélagsins og tryggir að við verðum ekki fyrir of miklum, og óæskilegum, áhrifum erlendis frá.

Auk þess getum við alltaf sagt okkur úr ESB ef okkur hentar ekki að vera þar inni.


mbl.is Guðni vill skoða ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framsókn er risaeðla. Og það er loftsteinn á leiðinni.

Einsi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband