Hættir Þorvaldur að nöldra núna?

Já, ég er hreint ekki frá því.

Hann er baksýnisspegils kverúlant og í einhverri heilagri krossferð gegn ímynduðum vindmyllum í formi Sjálfstæðisflokksins.

Merkilegt hvað Þorvaldur virðist ekki vera með á nótunum.  Hann hefur talað (réttilega) um það undanfarnar vikur að efla þurfi gjaldeyrisvaraforðann og nú þegar það er gert, þá finnur hann því allt til foráttu og fer að tala um að stjórn Seðlabbiankans sé ekki treystandi fyrir svona fjármunum.  Nú er það?  Hvað heldur Þorvaldur að Seðlabankinn ætli að gera?  Byrja í minkarækt eða kaupa fótanuddtæki?

Þorvaldur segir að aðrir Seðlabankar hafi "þumalputtareglu" að gjaldeyrisvaraforði eigi að vera jafn skammtímaskuldum.  Og sú fullyrðing hans kemur bankastjórn Seðlabankans í opna skjöldu og enginn þar kannast við slíka reglu.  Þá er það spurning, hvort á að taka marka á "wannabe" aktívista í hagfræði sem hefur alla sína tíð hímt makindalega í áhættulausu umhverfi akademíunnar, eða á bankastjóra í Seðlabankanum sem hefur alla sína tíð lifað og hrærst í raunveruleikanum.

Svo virðist fólk ekki alveg skilja hvað verið er að gera, og vinsælt er að tala um að "verið sé að bjarga bönkunum."

Sem segir auðvitað bara það að fólk skilur engan veginn hvað er verið að gera.  Hagkerfið hefur stækkað gríðarlega, og til að hagstjórn sé eðlileg þarf umfang hennar að stækka líka.  Og til þess þarf gjaldeyrisvaraforða sem styður við sjálfstæðan gjaldmiðil.  Nú skal ekki rætt sérstaklega af hverju hér eru háir vextir (það er neytendum sjálfum að kenna sem og eyðsluglaðri ríkisstjórn) eða gengi krónunnar of veikt (sem er verðbólgunni að kenna og ráðleysi opinberra aðila í svörum til erlendra greiningaraðila, nokkuð sem eru sjálfgefin viðbrögð þegar við höfum Krata í stjórn), heldur að Seðlabankinn þarf að halda í við hagkerfið. 

Ríkið tekur lán, en peningurinn situr ekki bara í koffortum við Arnarhól og þjóðin borgar vextina, þrátt fyrir að vitlausari hluti bloggheima og akademíunnar virðist halda svo.  Nei, ríkið lánar peningana til Seðlabankans (sem borgar sömu vexti og ríkið, þannig að almenningur borgar í raun ekki krónu, heldur Seðlabankinn), og Seðlabankinn lánar svo peningana áfram til t.d. bankanna og annara hæfra aðila (og þeir svo borga hið minnsta sömu vexti fyrir peningana).

Þannig að almenningur situr ekki uppi með eitt eða neitt, annað en krónu sem verður sterkari (núverandi gengi endurspeglar of veika krónu), og stöðugara umhverfi (að því gefnu að ríkisstjórnin hætti að eyða peningum og þenja út báknið).


mbl.is Heimild til að taka 500 milljarða lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrýtið þegar menn segja sannleikan þá kallið þið hægri menn það nöldur. Ég kaus einu sinni Sjálfstæðisflokkinn en heiðarleika míns vegna þá gæti ekkert fengið mig til þess að gera það aftur. Þetta er flokkur spillingar, eini flokkurinn á þingi sem rígheldur í eftirlaunafrumvarpið, eini flokkurinn á þingi sem rígheldur í kvótakerfið, eini flokkurinn sem hikar ekki við að hygla vinum og vandamönnum og gefur svo fólkinu í landinu fingurinn því hann veit sem er að 40% þjóðarinnar er til í að snobba upp fyrir sig á fjögurra ára fresti. Þetta er flokkur sem myndi aldrei taka upp hanskann fyrir þá sem minna mega sín, fyrir verkafólk, fyrir sjómenn, fyrir öryrkja, fyrir aldraða ekki einu sinni fyrir  fjölskylduna sem er þó sú eining sem heldur öllu uppi.  Það er sorgleg staðreynd að 25% þeirra sem kjósa þennan óheiðarleika eru verkafólk og 33% eru sjómenn, talandi um að skjóta undan sér báðar lappirnar. Út af hverju heldur þú að það sé að Sjálfstæðisflokkurinn fer alltaf í bleikan búning rétt fyrir kosningar og þykist allt í einu vera svo mikið fyrir þessa hópa sem ég nefndi? Það er til að tryggja að  enginn af þessum 40% fái þá flugu í höfuðið að flokkurinn sé nú kannski bara fyrir atvinnurekendur og útgerðamenn en ekki fyrir litla manninn. Ég er líka meðmæltur einstaklingsfrelsi, afnámi hafta, lágmörkunar ríkisafskipta og báknið burt, en fjandinn hafi það ég ætla ekki að skjóta mig í lappirnar við að ná því fram, því þegar upp er staðið snýst þetta um það hvernig mér og mínum líður í þessu þjóðfélagi. Mér líður illa þegar óréttlæti fær að vaða uppi án þess að nokkuð sé hægt að gera vegna þess að 40% þjóðarinnar virðist vera skít sama. Sjá bara mannaráðningar innan Sjálfstæðisflokksins, þeir eru að verða búnir að eyðileggja hæstarétt og alla hérðasdómsstöður í öllu landinu. Ríkislögreglustjóri situr á fimm miljarða bulli bara til að berjast við ímyndaðan óvin, eignir bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli fer beint í vasa valinna Sjálfstæðismanna svo ekki sé nú talað um bankana eða Íslenska aðalverktaka. Það er hver óheiðarleikin sem rekur annan og þess vegna segi ég að það er skrýtið að geta ekki fundið skoðunum sínum farveg í einhverjum öðrum flokki en Sjálfstæðisflokknum. Ef flokkurinn sem ég kaus síðast myndi haga sér svona myndi ég verða fyrstur til að gagnrýna hann, en það er svo furðulegt að ef Sjálfstæðisflokkurinn gerir eitthvað gagnrýnivert sem lætur fólki blöskra, jafnvel eitthvað óheiðarlegt, þá koma skósveinar flokksins og verja ósóman jafnvel gegn betri vitund. Þetta segji ég vegna þess að þegar sonur Davíðs var ráðinn í vinnu þá vissu allir hvers vegna hann var ráðinn og það væri gegn allri góðri stjórnsýslu, en samt komu mætir menn í þjóðfélaginu m.a. í Kastljós, reyndar Sjálfstæðismenn og vörðu gjörninginn. Ég veit ekki hvers vegna ég er að skrifa þetta allt, því ef þú ert Sjálfstæðismaður þá er þetta þvaður í mér vita gagnslaust því það var þannig með mig áður fyrr þegar ég kaus óheiðarlekan að engu tauti var við mig komandi. Ástæðan var sú að ég var í einhverri uppreisn og hugsunargangurinn hjá mér var einhvern vegin svona ,,á meðan ég hef nóg fyrir mig þá er mér skít sama um alla aðra" Svo þroskaðist ég og réttlætiskennd mín fór að láta á sér kræla og þá fann ég það hjá sjálfum mér að þennan flokk gat ég aldrei kosið framar, frekar skyldi ég láta slíta af mér handlegginn og flengja mig með honum en að setja x við d. Ég skyldi ekki snobba upp fyrir mig framar. 

Valsól (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 23:12

2 identicon

Hver borgar svo vextina af bankalánunum? Er það ekki fólkið í landinu sem fær lán þar?

Semsagt almenningur er að fara að borga vextina af þessum 500milljörðum!

Hjördís (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 00:09

3 identicon

Slakið bara á.

Við erum hvors sem er að fara á hausinn í þessu "RÍKA" þjóðfélagi okkar :)

Arnar (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 01:43

4 Smámynd: Liberal

Jú, Hjördís, ef þú ákveður að taka lán þá borgar þú vexti.  En ef þú ákveður að hætta að kaupa og kaupa, og fara að spara frekar, þá borgar þú ekki vexti.  Segir sig það ekki nokkurn veginn sjálft?

Valsól, þú ert bara föst í einhverju aumingjavæli og sjálfsvorkun, og það er þitt mál.  Biturleikinn skín í gegn og þú kennir Sjálfstæðisflokknum um allt sem þú ert ósátt við.  Þessi rantur segir allt sem segja þarf um verðmiðann á skoðunum þínum.

Liberal, 27.5.2008 kl. 08:26

5 identicon

Liberal þú ert fastur í því að snobba upp fyrir þig og segir á helgidögum stoltur ,,við sjálfstæðismenn" og lýtur fram hjá óheiðarleika og kýst flokkinn af því pabbi gerir það.

Valsól (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband